Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2025 08:01 Kristjana átti erfitt með sig í Kop-stúkunni sem trylltur Manchester United stuðningsmaður. Jerzy Dudek gerði agaleg mistök sem veitti Diego Forlán sigurmark á silfurfati. Vísir/Getty Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristjana Arnarsdóttir fór í eftirminnilega ferð á Anfield veturinn 2002. Kristjana er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Sýn til fjölda ára, og er sá gallharður Leedsari. Erfitt var að keppa við ást dótturinnar á David Beckham og er Kristjana stuðningsmaður Manchester United. Kristjana þurfti að renna adidas-jakkanum upp í háls og fela United-treyjuna í Kop-stúkunni á Anfield. Sagan af höfuðfatinu fylgdi ekki með.Aðsend „Það eru ótrúlega mörg augnablik sem koma upp í hugann þegar velja á eitt eftirminnilegt augnablik. Ég hef alla tíð verið stuðningsmaður Manchester United, pabbi heldur með Leeds og mamma með Tottenham. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum farið á ótal fótboltaleiki saman og upplifað ansi margt!“ Ein ferð stendur upp úr þegar Kristjana fór með föður sínum í gin ljóns; á Anfield í Liverpool, til að sjá leik við Manchester United. Þá þurfti United-stuðningsmaðurinn að fara varlega. „En ég held ég verði að draga fram leik Liverpool og Manchester United á Anfield í desember 2002. Við pabbi fórum þá saman á völlinn en miðarnir voru í Kop,“ „Hann þurfti því að eiga við mig smá samtal áður en við fórum á völlinn og biðja mig um tvennt; renna upp úlpunni (því United-treyjan átti ekki beint heima í þessum sætum) og að fagna ekki mikið ef United skyldi nú skora,“ segir Kristjana. Klippa: Enska augnablikið: Agaleg mistök Dudek „Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu. Ég held ég hafi lært 200 ný blótsyrði á þessum eina leik því mistök Jerzy Dudek í marki Liverpool í fyrri hálfleik féllu ekki sérlega vel í kramið hjá sessunautunum. Geggjaður 2-1 sigur niðurstaðan, Diego Forlán var aðal maðurinn og ég var svo bara úlpulaus það sem eftir lifði ferðarinnar.“ Mark Forláns sem réði úrslitum má sjá í spilaranum. Kristjana mun stýra Stóra leiknum á Sýn Sport í vetur þar sem sérstakar útsendingar verða í kringum stærstu leiki vetrarins, til að mynda milli Manchester United og Liverpool. Fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni er á föstudaginn kemur þegar Liverpool fær Bournemouth í heimsókn. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Kristjana er dóttir Arnars Björnssonar, íþróttafréttamanns á Sýn til fjölda ára, og er sá gallharður Leedsari. Erfitt var að keppa við ást dótturinnar á David Beckham og er Kristjana stuðningsmaður Manchester United. Kristjana þurfti að renna adidas-jakkanum upp í háls og fela United-treyjuna í Kop-stúkunni á Anfield. Sagan af höfuðfatinu fylgdi ekki með.Aðsend „Það eru ótrúlega mörg augnablik sem koma upp í hugann þegar velja á eitt eftirminnilegt augnablik. Ég hef alla tíð verið stuðningsmaður Manchester United, pabbi heldur með Leeds og mamma með Tottenham. Þetta hefur gert það að verkum að við höfum farið á ótal fótboltaleiki saman og upplifað ansi margt!“ Ein ferð stendur upp úr þegar Kristjana fór með föður sínum í gin ljóns; á Anfield í Liverpool, til að sjá leik við Manchester United. Þá þurfti United-stuðningsmaðurinn að fara varlega. „En ég held ég verði að draga fram leik Liverpool og Manchester United á Anfield í desember 2002. Við pabbi fórum þá saman á völlinn en miðarnir voru í Kop,“ „Hann þurfti því að eiga við mig smá samtal áður en við fórum á völlinn og biðja mig um tvennt; renna upp úlpunni (því United-treyjan átti ekki beint heima í þessum sætum) og að fagna ekki mikið ef United skyldi nú skora,“ segir Kristjana. Klippa: Enska augnablikið: Agaleg mistök Dudek „Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu. Ég held ég hafi lært 200 ný blótsyrði á þessum eina leik því mistök Jerzy Dudek í marki Liverpool í fyrri hálfleik féllu ekki sérlega vel í kramið hjá sessunautunum. Geggjaður 2-1 sigur niðurstaðan, Diego Forlán var aðal maðurinn og ég var svo bara úlpulaus það sem eftir lifði ferðarinnar.“ Mark Forláns sem réði úrslitum má sjá í spilaranum. Kristjana mun stýra Stóra leiknum á Sýn Sport í vetur þar sem sérstakar útsendingar verða í kringum stærstu leiki vetrarins, til að mynda milli Manchester United og Liverpool. Fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni er á föstudaginn kemur þegar Liverpool fær Bournemouth í heimsókn. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. 9. ágúst 2025 15:02
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02
Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00
Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01