Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 23:31 Ekki lengur fyrirliði. AP Photo/Manu Fernandez Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Nú hefur fyrirliðabandið verið tekið af honum, allavega um tíma. Á dögunum var greint frá því að forráðamenn Barcelona væru að íhuga að fara í mál við hinn 33 ára gamla Ter Stegen. Ástæðan er skurðaðgerð sem markvörðurinn fór í fyrr á árinu. Hann var skorinn upp á bakinu en hefur ekki viljað gefa læknanefnd spænsku deildarinnar, La Liga, ástæðuna fyrir aðgerðinni. Þá ber Barcelona og Ter Stegen ekki saman um hversu lengi hann verður frá keppni. Markvörðurinn segir þrír mánuðir en félagið segir að hann verði frá keppni fjóra mánuði hið minnsta. Þar sem Ter Stegen gefur ekki grænt ljós á að skýrslan frá aðgerðinni verði send á læknanefnd La Liga þá fær Barcelona ekki leyfi til að skrá nýjan leikmann til leiks í hans stað. Sé leikmaður meiddur í fjóra mánuði eða meir má félagið skrá nýjan til leiks. Vegna þessa hefur Barcelona ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum knáa. Ronald Araújo, varafyrirliði félagsins, tekur því fyrirliðabandinu. Um er að ræða tímabundna ákvörðun þar sem félagið er með agamál hans til rannsóknar. Þangað til er það sameiginleg ákvörðun allra aðila að hinn meiddi Ter Stegen sé ekki fyrirliði liðsins. Barcelona announce that Marc-André ter Stegen has been temporarily stripped of the captaincy, while disciplinary proceedings are ongoing pic.twitter.com/HwmL3RQtTB— B/R Football (@brfootball) August 7, 2025 Ter Stegen gekk í raðir Barcelona árið 2014 og hefur leikið 422 leiki fyrir félagið. Hann hefur sex sinnum orðið Spánarmeistari og jafn oft spænskur bikarmeistari. Þá hefur hann einu sinni staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að forráðamenn Barcelona væru að íhuga að fara í mál við hinn 33 ára gamla Ter Stegen. Ástæðan er skurðaðgerð sem markvörðurinn fór í fyrr á árinu. Hann var skorinn upp á bakinu en hefur ekki viljað gefa læknanefnd spænsku deildarinnar, La Liga, ástæðuna fyrir aðgerðinni. Þá ber Barcelona og Ter Stegen ekki saman um hversu lengi hann verður frá keppni. Markvörðurinn segir þrír mánuðir en félagið segir að hann verði frá keppni fjóra mánuði hið minnsta. Þar sem Ter Stegen gefur ekki grænt ljós á að skýrslan frá aðgerðinni verði send á læknanefnd La Liga þá fær Barcelona ekki leyfi til að skrá nýjan leikmann til leiks í hans stað. Sé leikmaður meiddur í fjóra mánuði eða meir má félagið skrá nýjan til leiks. Vegna þessa hefur Barcelona ákveðið að taka fyrirliðabandið af markverðinum knáa. Ronald Araújo, varafyrirliði félagsins, tekur því fyrirliðabandinu. Um er að ræða tímabundna ákvörðun þar sem félagið er með agamál hans til rannsóknar. Þangað til er það sameiginleg ákvörðun allra aðila að hinn meiddi Ter Stegen sé ekki fyrirliði liðsins. Barcelona announce that Marc-André ter Stegen has been temporarily stripped of the captaincy, while disciplinary proceedings are ongoing pic.twitter.com/HwmL3RQtTB— B/R Football (@brfootball) August 7, 2025 Ter Stegen gekk í raðir Barcelona árið 2014 og hefur leikið 422 leiki fyrir félagið. Hann hefur sex sinnum orðið Spánarmeistari og jafn oft spænskur bikarmeistari. Þá hefur hann einu sinni staðið uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu, HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira