Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2025 14:30 Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Höfuðstöðvar hennar eru á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?