Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:00 Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun