Innlent

Lést eftir skyndi­leg veikindi við klettastökk

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Boðið er upp á það að stökkva fram af klettum út í ána á völdum stöðum en það er ekki hættulaust.
Boðið er upp á það að stökkva fram af klettum út í ána á völdum stöðum en það er ekki hættulaust. Bakkaflöt

Erlendi ferðamaðurinn sem féll í Vestari-Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag og lést varð skyndilega veikur eftir að hann stökk af kletti út í ána.

Tilkynnt var um andlát mannsins um þrjúleytið í dag en hann, samkvæmt heimildum fréttastofu, í flúðasiglingum á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Bakkaflatar. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn hafi stokkið fram af einum klettinum og út í jökulkalda ána en slíkt stökk er vinsæll liður í flúðasiglingunum. Skömmu eftir að hann lenti í vatninu fékk hann líklega hjartastopp.

Leiðsögumenn brugðust hratt við og var endurlífgun hafin um leið. Á innan við hálftíma voru viðbragðsaðilar komnir á vettvang og tóku við en þá var lítið hægt að gera og maðurinn lést.

Lögregla tók skýrslu af viðstöddum og tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þá hlúðu björgunarsveitarmenn einnig að viðstöddum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×