Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Viktor Freyr Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira