Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 20:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Viktor Freyr Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands verða að fela í sér skiptingu á landsvæðum. Trump fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir sex daga, þar sem þeir munu freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segist ekki ætla að fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa, en Pútín hafnaði tillögu um að Selenskí sæti fundinn. Staðan mjög erfið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það ekki eingöngu þurfa vopnahlé, heldur langvarandi frið. „Auðvitað hefur fólk áhyggjur af því að Rússar geti haldið áfram sínu glórulausa framferði, en það breytir ekki því að staðan er mjög erfið. Það skiptir mestu máli að ná fram vopnahléi. Ég vona að Bandaríkjastjórn noti þungann og vigtina, sem hún hefur í þessu máli, á þann veg að við horfum fram á betri tíð á þessu svæði, vopnahlé og að alþjóðalög séu virt,“ segir Þorgerður. Hæfilega bjartsýn Hún segir langt í land, en vonast til þess að fundur Trump og Pútín á föstudag skili árangri. „Bandaríkjaforseti getur náð mjög miklu fram og hefur verið að ná, að mínu mati, mjög góðum árangri. Eins og milli Asera og Armena, mikilvæg skref tekin þar. Líka hvernig var gengið á milli deilu Indverja og Pakistana. Það er mjög mikið hægt, þar liggur vigtin og ég ætla að leyfa mér að vera mjög hæfilega bjartsýn,“ segir Þorgerður. Er það súrt er Rússar fá á endanum eitthvað fyrir sinn snúð? „Tja, hvað finnst þér? Finnst þér rétt að ríki geti farið inn í önnur ríki með ofbeldi, árásum og hernaði? Látið þennan djöfulgang ganga fyrir sig í fjögur til fimm ár og síðan tekið ákveðna sneið? Mér þætti það súrt, en á móti kemur að sagan sýnir okkur að stundum þarf að fara og skoða hluti sem manni finnst erfiðir,“ segir Þorgerður.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira