Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2025 15:25 Albert furðar sig á aðdraganda fundarins og segir hann bera vott um viðvaningshátt í Washington. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“ Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira