Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 21:04 Á Vance varaforseta að heyra er búið að ryðja helstu hindranir þriggja leiðtoga fundar úr vegi. AP J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“ Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira