Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Agnar Már Másson skrifar 14. ágúst 2025 10:40 Nýir handklæðaofnar höndla ekki súrefnið í heita vatninu í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Pípari í Reykjanesbæ segist hafa margoft síðustu mánuði þurft að gera við handklæðaofna í nýbyggingum sem hafi skemmst vegna súrefnis í heitavatninu á Suðurnesjum. HS Veitur staðfesta að súrefni hafi mælst í vatninu í sumar en taka fram að íbúum stafi engin hætta af því. Að sögn pípara hefur það skeð óvenjuoft í nýbyggingunum með opnum hitavatnskerfum í Reykjanesbæ síðasta rúma hálfa árið að handklæðaofnar leki. „Ástæðan er óeðlilega mikil súrefnismyndun í hitaveitukerfinu,“ segir Benedikt Guðbjörn Jónsson, sem rekur Benna pípara ehf., en hann segist hafa þurft að sinna tólf slíkum verkefnum frá ársbyrjun. Handklæðaofnar í nýbyggingum endist því stundum aðeins í nokkra mánuði. Handklæðaofnar séu upp til hópa gerðir úr þynnra stáli en venjulegir ofnar. Það er hlutverk HS Veitna að dreifa vatni á Suðurnesjum sem framleitt er af HS Orku í Svartsengi og fjarlægja súrefni úr því áður en það er afhent til dreifingar. Í svari frá HS Veitum segir að súrefni hafi vissulega mælst í vatninu í sumar en að gildin hafi ekki verið „óvenjuhá“. En þó virðist áhrifa gæta í Reykjanesbæ. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. „Ég er búinn að skipta um ofna tvisvar í sömu íbúð á nokkrum mánuðum,“ heldur Benni pípari áfram. Honum skilst að á undanförnum árum hafi verið dregið úr svokölluðum vörnum í ofnunum og þess vegna gerist þetta aðallega í nýbyggingum. „Þá ryðgar þetta strax.“ Aftur á móti beri minna á þessum vandræðunum í eldri byggingum þar sem hálfgerð vörn myndist inn í ofnunum með aldrinum þegar „það kemur svona skítur inn.“ Upphitað ferskvatn Heita vatnið sem dreift er til íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum er upphitað ferskvatn, skrifar Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Í upphituðu vatni sé aukin áhætta á að súrefni geti verið í vatninu og er því í leiðbeiningum og tengiskilmálum bæði hönnuðum og pípulagningameisturum bent á að taka tillit til þess að á svæðinu geti mælst súrefni í heita vatninu. Íbúum stafi engin hætta af neyslu á súrefnisríku vatni, hvorki heitu né köldu. „HS Veitur reka kerfin með það að markmiði að lágmarka þessa áhættu, fylgjast með súrefnisinnihaldi vatnsins og bregðast við frávikum eins og kostur er,“ segir í svari Sigrúnar. „Mikilvægt er að komi fram að ekki er hægt að útiloka súrefnisinnihald í vatninu og því skiptir máli að við hönnun og efnisval húskerfa á svæðinu sé tekið tillit til þess.“ Gæti tengst gosinu Sigrún skrifar að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að súrefni mælist í heitu vatni. „Má sem dæmi nefna að súrefni gæti hafa komist inn á kerfið þegar það tæmdist vegna eldgossins í febrúar 2024. Hafa ber í huga að súrefni getur setið í ofnum sem liggja hátt og eru ekki lofttæmdir af húseigendum.“ Þegar stofnlagnir eða dreifikerfi tæmist vegna tjóns eða viðhaldsframkvæmda geti myndast loft í lögnum og mikilvægt sé að húseigendur hugi að því ef heitt vatn fer af kerfinu að ofnakerfi séu loftæmd. Hver ber ábyrgð? „Íbúðareigandinn situr eiginlega uppi með tjónið,“ segir Benedikt pípari við Vísi. Þegar fyrst hafi farið að bera á þessum vandræðum hafi píparinn tekið kostnaðinn á sig í gegnum samning sinn við Byko byggingavöruverslun. „En svo þegar tilfellum fór að fjölga byrjuðu þeir að bakka með þetta,“ segir Benni. Sumir byggingarverktakar hafi tekið á sig kostnað, en ekki séu allir svo heppnir. „Vandamálið er hvorki píparans né byggingarverktakans,“ segir hann. Sigrún hjá HS Veitum bendir á að áhættan af súrefni í hitaveituvatni sé meiri á Suðurnesjum og því þurfi að taka tillit til þess við hönnun, efnisval og rekstur húskerfa. „Lokuð kerfi, það er notkun á varmaskiptum í húskerfum, eru öruggasta leiðin til að draga úr þessari áhættu. Með hliðsjón af framangreindu ábyrgjast HS Veitur ekki tjón sem kann að verða á ofnakerfum og tengdum búnaði vegna tæringar.“ Reykjanesbær Tryggingar Vatn Orkumál Tengdar fréttir Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. 10. febrúar 2024 10:20 „Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. 31. mars 2024 20:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Að sögn pípara hefur það skeð óvenjuoft í nýbyggingunum með opnum hitavatnskerfum í Reykjanesbæ síðasta rúma hálfa árið að handklæðaofnar leki. „Ástæðan er óeðlilega mikil súrefnismyndun í hitaveitukerfinu,“ segir Benedikt Guðbjörn Jónsson, sem rekur Benna pípara ehf., en hann segist hafa þurft að sinna tólf slíkum verkefnum frá ársbyrjun. Handklæðaofnar í nýbyggingum endist því stundum aðeins í nokkra mánuði. Handklæðaofnar séu upp til hópa gerðir úr þynnra stáli en venjulegir ofnar. Það er hlutverk HS Veitna að dreifa vatni á Suðurnesjum sem framleitt er af HS Orku í Svartsengi og fjarlægja súrefni úr því áður en það er afhent til dreifingar. Í svari frá HS Veitum segir að súrefni hafi vissulega mælst í vatninu í sumar en að gildin hafi ekki verið „óvenjuhá“. En þó virðist áhrifa gæta í Reykjanesbæ. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritsjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. „Ég er búinn að skipta um ofna tvisvar í sömu íbúð á nokkrum mánuðum,“ heldur Benni pípari áfram. Honum skilst að á undanförnum árum hafi verið dregið úr svokölluðum vörnum í ofnunum og þess vegna gerist þetta aðallega í nýbyggingum. „Þá ryðgar þetta strax.“ Aftur á móti beri minna á þessum vandræðunum í eldri byggingum þar sem hálfgerð vörn myndist inn í ofnunum með aldrinum þegar „það kemur svona skítur inn.“ Upphitað ferskvatn Heita vatnið sem dreift er til íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum er upphitað ferskvatn, skrifar Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Í upphituðu vatni sé aukin áhætta á að súrefni geti verið í vatninu og er því í leiðbeiningum og tengiskilmálum bæði hönnuðum og pípulagningameisturum bent á að taka tillit til þess að á svæðinu geti mælst súrefni í heita vatninu. Íbúum stafi engin hætta af neyslu á súrefnisríku vatni, hvorki heitu né köldu. „HS Veitur reka kerfin með það að markmiði að lágmarka þessa áhættu, fylgjast með súrefnisinnihaldi vatnsins og bregðast við frávikum eins og kostur er,“ segir í svari Sigrúnar. „Mikilvægt er að komi fram að ekki er hægt að útiloka súrefnisinnihald í vatninu og því skiptir máli að við hönnun og efnisval húskerfa á svæðinu sé tekið tillit til þess.“ Gæti tengst gosinu Sigrún skrifar að ýmsar ástæður geti verið fyrir því að súrefni mælist í heitu vatni. „Má sem dæmi nefna að súrefni gæti hafa komist inn á kerfið þegar það tæmdist vegna eldgossins í febrúar 2024. Hafa ber í huga að súrefni getur setið í ofnum sem liggja hátt og eru ekki lofttæmdir af húseigendum.“ Þegar stofnlagnir eða dreifikerfi tæmist vegna tjóns eða viðhaldsframkvæmda geti myndast loft í lögnum og mikilvægt sé að húseigendur hugi að því ef heitt vatn fer af kerfinu að ofnakerfi séu loftæmd. Hver ber ábyrgð? „Íbúðareigandinn situr eiginlega uppi með tjónið,“ segir Benedikt pípari við Vísi. Þegar fyrst hafi farið að bera á þessum vandræðum hafi píparinn tekið kostnaðinn á sig í gegnum samning sinn við Byko byggingavöruverslun. „En svo þegar tilfellum fór að fjölga byrjuðu þeir að bakka með þetta,“ segir Benni. Sumir byggingarverktakar hafi tekið á sig kostnað, en ekki séu allir svo heppnir. „Vandamálið er hvorki píparans né byggingarverktakans,“ segir hann. Sigrún hjá HS Veitum bendir á að áhættan af súrefni í hitaveituvatni sé meiri á Suðurnesjum og því þurfi að taka tillit til þess við hönnun, efnisval og rekstur húskerfa. „Lokuð kerfi, það er notkun á varmaskiptum í húskerfum, eru öruggasta leiðin til að draga úr þessari áhættu. Með hliðsjón af framangreindu ábyrgjast HS Veitur ekki tjón sem kann að verða á ofnakerfum og tengdum búnaði vegna tæringar.“
Reykjanesbær Tryggingar Vatn Orkumál Tengdar fréttir Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. 10. febrúar 2024 10:20 „Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. 31. mars 2024 20:01 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Ekki hægt að segja til um hvenær heita vatnið kemur á Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið. 10. febrúar 2024 10:20
„Annað hvort að rífa upp tröppurnar eða leyfa þessu að vera“ Pípari sem skoðað hefur skemmdir á húsum í Reykjanesbæ eftir eldgosið í febrúar segir það verða eigendum dýrt að laga fasteignir sínar. Hann telur ábyrgðina liggja hjá þeim sem byggi húsin. 31. mars 2024 20:01