Enski boltinn

„Öllum í ensku úr­vals­deildinni er illa við Man United“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Maguire í leik gegn Nottingham Forest.
Harry Maguire í leik gegn Nottingham Forest. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, segir öllum öðrum liðum ensku úrvalsdeildarinnar vera í nöp við Rauðu djöflana.

Hinn 32 ára gamli Maguire var til viðtals hjá Rio Ferdinand, fyrrverandi miðverði Man Utd og enska landsliðsins. Þar var komið inn á þá gagnrýni sem Maguire hefur fengið hjá félagsliði sínu. Hann hefur hins vegar nær alfarið komist hjá því með enska landsliðinu.

„Það er meiri athygli á Manchester United eingöngu vegna þess að fleiri hér á landi hata félagið, það er bara staðreynd,“ sagði Harry og hélt áfram.

„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United og það vill enginn að liðinu gangi vel. Þegar kemur að Englandi þá standa allir saman.“

Maguire hefur verið á Old Trafford síðan 2019 og spilað 246 leiki fyrir Man United. Frá 2017 hefur hann svo spilað 64 A-landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×