Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2025 14:40 Björgu var fengið að gera föt á forsetann fyrir innsetningarathöfnina en það gafst ekki einu sinin tími fyrir mátun. Þá eru góð ráð dýr. Vísir/Samsett Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur. „Það eina sem er er að það er oft svo mikill vindur þarna að maður þarf að passa bununa. Stundum er ekki hægt að nota sturtuna út af vindi en ég væri helst til í að nota hana alltaf,“ sagði hún um útisturtuna einstöku þegar Vala Matt kíkti í heimsókn til hennar í Íslandi í dag. Hún er ekki bara nýmóðins á sviði sumarbústaða heldur einnig frumkvöðull í því að innleiða tæknina í fatahönnun. Hún segist elska handavinnuna, nálina og tvinnann en að nýjungarnar séu ótrúlega spennandi. Hún kennir fatahönnun í þrívídd á netnámskeið við Háskólann á Bifröst sem eru alveg byltingarkennd og notið hafa mikilla vinsælda. „Ef við ætlum að starfa við þetta þurfum við að læra það sem iðnaðurinn er að taka upp. Í dag eru margir fasar. Við gerum eitthvað eins og við séum að móta með leir. Það getur verið manneskja, stóll eða taska eða eitthvað. Svo getum við sett liðamót inn í og svo er hægt að búa til snið. Svo er hægt að sauma í tölvunni. Þessi skapandi þáttur verður svo frábær. Það er alltaf hægt að hætta við, alltaf hægt að breyta,“ segir Björg. Björg hefur sérhannað föt á Höllu Tómasdóttur fyrir hátíðlega viðburði og gerði meðal annars innsetningarföt hennar. Við það notaði hún þrívíddarhönnunarforrit enda gafst enginn tími fyrir mátun. „Halla hafði samband við mig og hún var í Ameríku, var hérna heima í einhverja daga og svo þurftu hún að pakka. Ég man ekki hvernig þetta var en það var rosalega lítill tími. Aðstoðarkonan mín fór og tók mál af Höllu og við bjuggum til svona avatar út frá þessum málum. Svo hannaði ég á avatarinn, beint á Höllu. Þá sér maður hvað manni finnst fínt og hvað mætti fara betur. Þá gat ég sýnt Höllu og meira að segja gat ég sett gervigreindarmynd af andlitinu hennar og þá sér hún að þetta er hún. Svo þegar við vorum sáttar prentuðum við út sniðin og saumuðum,“ segir hún. Björg segir einnig að efnið sé gert samkvæmt stafrænni skrá þannig að það hreyfi sig og falli að gínunni nákvæmlega eins og það gerir í forritinu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ísland í dag Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
„Það eina sem er er að það er oft svo mikill vindur þarna að maður þarf að passa bununa. Stundum er ekki hægt að nota sturtuna út af vindi en ég væri helst til í að nota hana alltaf,“ sagði hún um útisturtuna einstöku þegar Vala Matt kíkti í heimsókn til hennar í Íslandi í dag. Hún er ekki bara nýmóðins á sviði sumarbústaða heldur einnig frumkvöðull í því að innleiða tæknina í fatahönnun. Hún segist elska handavinnuna, nálina og tvinnann en að nýjungarnar séu ótrúlega spennandi. Hún kennir fatahönnun í þrívídd á netnámskeið við Háskólann á Bifröst sem eru alveg byltingarkennd og notið hafa mikilla vinsælda. „Ef við ætlum að starfa við þetta þurfum við að læra það sem iðnaðurinn er að taka upp. Í dag eru margir fasar. Við gerum eitthvað eins og við séum að móta með leir. Það getur verið manneskja, stóll eða taska eða eitthvað. Svo getum við sett liðamót inn í og svo er hægt að búa til snið. Svo er hægt að sauma í tölvunni. Þessi skapandi þáttur verður svo frábær. Það er alltaf hægt að hætta við, alltaf hægt að breyta,“ segir Björg. Björg hefur sérhannað föt á Höllu Tómasdóttur fyrir hátíðlega viðburði og gerði meðal annars innsetningarföt hennar. Við það notaði hún þrívíddarhönnunarforrit enda gafst enginn tími fyrir mátun. „Halla hafði samband við mig og hún var í Ameríku, var hérna heima í einhverja daga og svo þurftu hún að pakka. Ég man ekki hvernig þetta var en það var rosalega lítill tími. Aðstoðarkonan mín fór og tók mál af Höllu og við bjuggum til svona avatar út frá þessum málum. Svo hannaði ég á avatarinn, beint á Höllu. Þá sér maður hvað manni finnst fínt og hvað mætti fara betur. Þá gat ég sýnt Höllu og meira að segja gat ég sett gervigreindarmynd af andlitinu hennar og þá sér hún að þetta er hún. Svo þegar við vorum sáttar prentuðum við út sniðin og saumuðum,“ segir hún. Björg segir einnig að efnið sé gert samkvæmt stafrænni skrá þannig að það hreyfi sig og falli að gínunni nákvæmlega eins og það gerir í forritinu. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira