Innlent

Líkams­ræktar­stöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka

Agnar Már Másson skrifar
Úr World Class Laugum. Myndin er úr safni.
Úr World Class Laugum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur verið rýmd eftir að heitavatnsleki kom upp í húsnæðinu.

Varðstjóri slökkivliðsisn á höfuðborgarsvæðinu segir að umfang lekans liggi ekki fyrir að svo stöddu.

Þegar útkallið barst hafi viðstaddir haldið að gufa frá vatnslekanum væri reykur og því talið í fyrstu að um eldsvoða væri að ræða. Reykurinn reyndist vera gufa.

Atvikið gerðist á háannatíma í líkamsræktarstöðinni og því var fjöldi fólks á vettvangi. Sjónarvottar segja að hátt í hundrað og fimmtíu manns hafi rýmt líkamsræktarstöðina um klukkan sex síðdegis í dag. 

Brunabjöllur hafi hringt í nokkrar mínútur þegar gestir voru loksins beðnir um að yfirgefa stöðina.  Sjónarvottar segja enn fremur að heitavatnsalaust hafi verið sums staðar í stöðinni fyrr í dag.  Einn sjónarvottur lýsir lyktinni á vettvangi sem „spes“.

Fólki hefur aftur hefur verið hleypt inn í húsið.

Uppfært: Í upphafi var haft eftir slökkviliðsmönnum að eldur hafi komið upp en nú hefur komið í ljós að um vatnsleka var að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×