Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 19:10 Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að þó að tilkynnt sé um aukaverkun þurfi það ekki að þýða að hún sé tengd inntöku lyfja. Margt geti spilað inn í. Vísir/Sigurjón Sjónskerðing, brisbólga og sjálfsvígshugsanir eru meðal sjaldgæfra aukaverkana sem hafa verið tilkynntar til Lyfjastofnunar eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja. Forstjórinn brýnir fyrir fólki að tilkynna aukaverkanir til stofnunarinnar. Næstum tuttugu þúsund Íslendingar eru á lyfjunum. Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum. Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Frá því þyngdarstjórnunarlyfin Saxenda, Ozempic og Wegovy komu á markað hér á landi hafa alls 55 tilkynningar um aukaverkanir komið fram. Þar af 22 sem flokkaðar eru alvarlegar. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að til að tilkynning sé skilgreind alvarlega þurfi hún að uppfylla ákveðin atriði. „Alvarleg aukaverkun þýðir að þú hefur þurft að leggjast inn á spítala eða hefur orðið fyrir alvarlegri truflun,“ segir Rúna. Alvarlegar aukaverkanir eru merktar í lit og súlan eins og hún leggur sig táknar heildarfjölda tilkynninga um aukaverkanir.vísir Sjónskerðing Meðal alvarlegra tilkynninga eru breytingar á sjón. „Við höfum fengið tilkynningu um sjónskerðingu. Ekki margar en við vekjum bara sérstaklega athygli á því,“ segir hún. En um er að ræða tilvik sem nefnast Naion. Rúna bendir á að fleira geti komið til en lyfin. „Það er t.d. hætta á sjónskerðingu og blindu þegar fólk er með sykursýki 2 og er þegar komið er í ofþyngd. Þannig að lyfin og sjúkdómurinn geta bæði haft þessi áhrif,“ segir hún. Þá hafa komið upp tilkynningar um brisbólgu. „Það er ekkert skrítið að slíkt komi upp miðað við hvernig lyfin virka,“ segir hún. Hún nefnir fleiri alvarlegar tilkynningar. „Þá hafa komið upp tilvik þar sem fólk tilkynnir um sjálfsvígshugsanir og kvíða,“ segir Rúna. Þúsundir á lyfjunum Tæplega 20 þúsund manns er á efnaskiptalyfjum til samanburðar eru 27 þúsund á ADHD lyfjum hér á landi. Langflestir greiða fyrir efnaskiptalyfin eða um 70 prósent. Hlutfallslega eru fleiri á lyfjunum hér á landi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í kökuritinu má sjá hlutfall greiðsluþáttöku ríkisins í efnaskiptalyfjum, en 6.133 manns fá þau niðurgreidd af 19.132.vísir „Tölurnar eru aðeins hærri en í löndunum í kringum okkur,“ segir hún. Varar við fölsunum Lyfjastofnun varar við fölsuðum þyngdarstjórnarlyfjum sem auglýst eru á netinu. Dæmi séu um dauðsföll eftir notkun þeirra. „Þú veist ekkert hvað er í lyfjum sem eru auglýst á netinu. Það hafa til dæmis orðið dauðsföll eftir að fólk tók inn fölsuð þyngdarstjórnunarlyf í Bretlandi,“ segir Rúna að lokum.
Þyngdarstjórnunarlyf Heilsa Heilbrigðismál Lyf Geðheilbrigði Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira