Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2025 20:00 vísir/Diego Tindastóll og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í þrettándu umferð Bestu deildar kvenna. Liðin sitja áfram í þriðja og áttunda sæti deildarinnar en eru stiginu ríkari. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Þrótti yfir rétt fyrir hálfleik en seint í seinni hálfleik varð Þróttur manni færri þegar Mist Funadóttir fékk sitt seinna gula spjald. Tindastóll gekk á lagið manni fleiri og tókst að setja sanngjart jöfnunarmark í uppbótartímanum, María Dögg Jóhannesdóttir var þar á ferð. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi og liðin voru að skiptast á að sækja án þess að skapa sér opinn færi. Þróttarar tóku yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og það bar árangur á 42. mínútu leiksins. Þegar Katie Cousins braust upp miðjuna og fann Þórdísi Elvu Ágústsdóttir sem skaut á markið og Genevieve Crenshaw markmaður Tindastóls varði boltann út í teiginn þar sem Unnur Dóra Bergsdóttir var fyrst að átta sig og kom boltanum í netið. Þannig var staðan í hálfleik. Þróttarar með sanngjarna forystu. Svipað var upp á teningum í seinni hálfleik. Þróttarar meira með boltann en Tindastóll meira í skotgröfunum og biðu tækifæra sem komu úr skyndisóknum. Eftir frekar rólegan seinni hálfleik þá dró til tíðinda á 86. mínútu þegar Mist Funadóttir fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dæmt hafði verið vitlaust innkast á hana og Þróttur því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það tók Tindastól aðeins fjórar mínútur að nýta sér liðsmuninn þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir lyfti boltanum inn á teig þar sem María Dögg Jóhannesdóttir kom askvaðandi, tók boltann frábærlega niður og kláraði vel framhjá Mollee Swift í marki Þróttara. Tindastóll var nálægt því að bæta við á seinustu mínútu uppbótartíma þegar Aldís María Jóhannsdóttir sópaði boltanum yfir mark gestanna úr dauðfæri. Lengra komust liðin ekki því ágætur dómari leiksins flautaði til leiksloka. Tindastóll áfram í 8. sæti deildarinnar núna með 14 stig. Þróttur í 3. sæti deildarinnar og núna með 29 stig. Atvikið Klaufalega seinna gula spjaldið hjá Mist Funadóttir fyrir að sparka boltanum í burtu kom Tindastól á bragðið og þær jöfnuðu leikinn. Stjörnur María Dögg í liði Tindastóls var frábær, leiddi liðið áfram og steig upp á þessu mikilvæga augnabliki í dag. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir var einnig mjög öflug. Hjá Þrótti var Þórdís Elva Ágústsdóttir síógnandi í dag og var mikill kraftur í henni sem og Kate Cousins, hún stjórnaði spilinu hjá Þrótti og var potturinn og pannan í því sem þær voru að gera. Dómarar [7] Þeir voru allir mjög flottir í dag. Stigu ekki feilspor í sínum aðgerðum. Besta deild kvenna Tindastóll Þróttur Reykjavík
Tindastóll og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í þrettándu umferð Bestu deildar kvenna. Liðin sitja áfram í þriðja og áttunda sæti deildarinnar en eru stiginu ríkari. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Þrótti yfir rétt fyrir hálfleik en seint í seinni hálfleik varð Þróttur manni færri þegar Mist Funadóttir fékk sitt seinna gula spjald. Tindastóll gekk á lagið manni fleiri og tókst að setja sanngjart jöfnunarmark í uppbótartímanum, María Dögg Jóhannesdóttir var þar á ferð. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi og liðin voru að skiptast á að sækja án þess að skapa sér opinn færi. Þróttarar tóku yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og það bar árangur á 42. mínútu leiksins. Þegar Katie Cousins braust upp miðjuna og fann Þórdísi Elvu Ágústsdóttir sem skaut á markið og Genevieve Crenshaw markmaður Tindastóls varði boltann út í teiginn þar sem Unnur Dóra Bergsdóttir var fyrst að átta sig og kom boltanum í netið. Þannig var staðan í hálfleik. Þróttarar með sanngjarna forystu. Svipað var upp á teningum í seinni hálfleik. Þróttarar meira með boltann en Tindastóll meira í skotgröfunum og biðu tækifæra sem komu úr skyndisóknum. Eftir frekar rólegan seinni hálfleik þá dró til tíðinda á 86. mínútu þegar Mist Funadóttir fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dæmt hafði verið vitlaust innkast á hana og Þróttur því manni færri það sem eftir lifði leiks. Það tók Tindastól aðeins fjórar mínútur að nýta sér liðsmuninn þegar Laufey Harpa Halldórsdóttir lyfti boltanum inn á teig þar sem María Dögg Jóhannesdóttir kom askvaðandi, tók boltann frábærlega niður og kláraði vel framhjá Mollee Swift í marki Þróttara. Tindastóll var nálægt því að bæta við á seinustu mínútu uppbótartíma þegar Aldís María Jóhannsdóttir sópaði boltanum yfir mark gestanna úr dauðfæri. Lengra komust liðin ekki því ágætur dómari leiksins flautaði til leiksloka. Tindastóll áfram í 8. sæti deildarinnar núna með 14 stig. Þróttur í 3. sæti deildarinnar og núna með 29 stig. Atvikið Klaufalega seinna gula spjaldið hjá Mist Funadóttir fyrir að sparka boltanum í burtu kom Tindastól á bragðið og þær jöfnuðu leikinn. Stjörnur María Dögg í liði Tindastóls var frábær, leiddi liðið áfram og steig upp á þessu mikilvæga augnabliki í dag. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir var einnig mjög öflug. Hjá Þrótti var Þórdís Elva Ágústsdóttir síógnandi í dag og var mikill kraftur í henni sem og Kate Cousins, hún stjórnaði spilinu hjá Þrótti og var potturinn og pannan í því sem þær voru að gera. Dómarar [7] Þeir voru allir mjög flottir í dag. Stigu ekki feilspor í sínum aðgerðum.