Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar 14. ágúst 2025 21:02 Ég frétti af konu sem hefur árum saman verið beitt ofbeldi af hendi maka síns. Frá upphafi sambands þeirra hefur maki hennar beitt hana miklu andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og fjárhagslegu ofbeldi. Hún hefur látið sig hafa þetta enda hefur hún ekki í önnur hús að venda, er skuldbundin manninum og á með honum börn. Dag einn brast eitthvað hjá henni og hún réðst á maka sinn með kjafti og klóm. Hann var þá búinn að ganga þannig í skrokk á henni að hún missti fóstur. Hann var þá líka farinn að beita börnin grófu ofbeldi. Það gat hún ekki horft upp á, réðst á manninn og barði hann í hausinn með því sem hendi var næst. Maðurinn hlaut áverka og mun líklega bera ör eftir árásina það sem eftir er. Hann brást auðvitað ókvæða við og hefur nú aukið ofbeldi sitt til muna. Enda konan í hans augum sturluð og óalandi. Ekki nokkur leið fyrir manninn að búa með svona brjálaðri konu. Honum finnst hreinlega stafa af henni mikil ógn og að hann þurfi að beita öllum tiltækum ráðum til að hafa hemil á henni. Nú er svo komið að konan er fangi á eigin heimili í bráðum tvö ár. Hann hefur einangrað hana frá umheiminum, tekið af henni öll fjárráð og hleypir henni ekki út úr húsi. Börnin eru líka föst heima í hræðilegum aðstæðum. Þau fá ekki nægan mat og hafa ekki getað leitað til læknis með lífshættuleg veikindi sín. Segja má að þau séu nú í verulegri lífshættu, vannærð, veik og vonlaus, auk þess sem karlinn beitir þau enn miklu líkamlegu ofbeldi og ekki ólíklegt að hann muni á endanum hreinlega drepa þau öll. Vinir og nánustu fjölskyldumeðlimir konunnar hafa frá upphafi reynt að aðstoða konuna og vekja athygli á bágri stöðu hennar. Augljóslega er þarna eitthvað alls ekki í lagi og eitthvað þarf að breytast. En hvað? Hvert er vandamálið hérna? Er það konan? Er það hún sem er vandamálið, greinilega orðin ofbeldishneigð í örvæntingu sinni? Eða er það kannski maki hennar? Ég held að lang flestir myndu segja já, það er makinn sem er vandamálið og það þarf að draga hann til ábyrgðar og stöðva þannig ofbeldið. En þar vandast málin. Maðurinn er mikils metinn í samfélaginu. Hann er ríkur maður og rekur fleiri en eitt fyrirtæki í bænum, veitir mörgum atvinnu og fyrirtæki hans veita þjónustu sem enginn vill vera án. Hann er líka besti vinur bæjarstjórans og tengist fólkinu sterkum böndum sem allt á og öllu stjórnar í samfélaginu. Háværar raddir vina og fjölskyldu konunnar drukkna í röddum þeirra ríku og valdamiklu. Enginn vill fórna sínum auði, sínum völdum, sínum lífsgæðum. Auk þessa, lenti maðurinn sjálfur í einelti af hendi bæjarbúa þegar hann var barn. Einelti í raun vægt til orða tekið því hann var hreinlega beittur ofbeldi. Bæjarbúar eru því upp til hópa með óstjórnlegan móral. Aumingjans maðurinn á svo bágt. Ekki nóg með að hann hafi verið beittur grófu ofbeldi í æsku heldur á hann nú líka konu sem er svona sturluð, óalandi og ómöguleg. Enginn treystir sér til að draga hann til ábyrgðar fyrir það grófa ofbeldi sem hann hefur sjálfur beitt. Eða hvað, þorir einhver? Ef einhver skilur ekki hvert er verið að fara með þessari frásögn þá tek ég fram að ekki er um raunverulegt dæmi að ræða, heldur er frásögnin sett fram til þess að vekja fólk til umhugsunar um stöðu mála í Palestínu. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur og félagsmaður í Félaginu Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Sjá meira
Ég frétti af konu sem hefur árum saman verið beitt ofbeldi af hendi maka síns. Frá upphafi sambands þeirra hefur maki hennar beitt hana miklu andlegu, líkamlegu, kynferðislegu og fjárhagslegu ofbeldi. Hún hefur látið sig hafa þetta enda hefur hún ekki í önnur hús að venda, er skuldbundin manninum og á með honum börn. Dag einn brast eitthvað hjá henni og hún réðst á maka sinn með kjafti og klóm. Hann var þá búinn að ganga þannig í skrokk á henni að hún missti fóstur. Hann var þá líka farinn að beita börnin grófu ofbeldi. Það gat hún ekki horft upp á, réðst á manninn og barði hann í hausinn með því sem hendi var næst. Maðurinn hlaut áverka og mun líklega bera ör eftir árásina það sem eftir er. Hann brást auðvitað ókvæða við og hefur nú aukið ofbeldi sitt til muna. Enda konan í hans augum sturluð og óalandi. Ekki nokkur leið fyrir manninn að búa með svona brjálaðri konu. Honum finnst hreinlega stafa af henni mikil ógn og að hann þurfi að beita öllum tiltækum ráðum til að hafa hemil á henni. Nú er svo komið að konan er fangi á eigin heimili í bráðum tvö ár. Hann hefur einangrað hana frá umheiminum, tekið af henni öll fjárráð og hleypir henni ekki út úr húsi. Börnin eru líka föst heima í hræðilegum aðstæðum. Þau fá ekki nægan mat og hafa ekki getað leitað til læknis með lífshættuleg veikindi sín. Segja má að þau séu nú í verulegri lífshættu, vannærð, veik og vonlaus, auk þess sem karlinn beitir þau enn miklu líkamlegu ofbeldi og ekki ólíklegt að hann muni á endanum hreinlega drepa þau öll. Vinir og nánustu fjölskyldumeðlimir konunnar hafa frá upphafi reynt að aðstoða konuna og vekja athygli á bágri stöðu hennar. Augljóslega er þarna eitthvað alls ekki í lagi og eitthvað þarf að breytast. En hvað? Hvert er vandamálið hérna? Er það konan? Er það hún sem er vandamálið, greinilega orðin ofbeldishneigð í örvæntingu sinni? Eða er það kannski maki hennar? Ég held að lang flestir myndu segja já, það er makinn sem er vandamálið og það þarf að draga hann til ábyrgðar og stöðva þannig ofbeldið. En þar vandast málin. Maðurinn er mikils metinn í samfélaginu. Hann er ríkur maður og rekur fleiri en eitt fyrirtæki í bænum, veitir mörgum atvinnu og fyrirtæki hans veita þjónustu sem enginn vill vera án. Hann er líka besti vinur bæjarstjórans og tengist fólkinu sterkum böndum sem allt á og öllu stjórnar í samfélaginu. Háværar raddir vina og fjölskyldu konunnar drukkna í röddum þeirra ríku og valdamiklu. Enginn vill fórna sínum auði, sínum völdum, sínum lífsgæðum. Auk þessa, lenti maðurinn sjálfur í einelti af hendi bæjarbúa þegar hann var barn. Einelti í raun vægt til orða tekið því hann var hreinlega beittur ofbeldi. Bæjarbúar eru því upp til hópa með óstjórnlegan móral. Aumingjans maðurinn á svo bágt. Ekki nóg með að hann hafi verið beittur grófu ofbeldi í æsku heldur á hann nú líka konu sem er svona sturluð, óalandi og ómöguleg. Enginn treystir sér til að draga hann til ábyrgðar fyrir það grófa ofbeldi sem hann hefur sjálfur beitt. Eða hvað, þorir einhver? Ef einhver skilur ekki hvert er verið að fara með þessari frásögn þá tek ég fram að ekki er um raunverulegt dæmi að ræða, heldur er frásögnin sett fram til þess að vekja fólk til umhugsunar um stöðu mála í Palestínu. Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur og félagsmaður í Félaginu Ísland - Palestína.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun