„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Lovísa Arnardóttir skrifar 15. ágúst 2025 14:40 Jón á barnabörn á leikskólanum og furðar sig á viðbragðsleysi borgarinnar. Vísir/Anton Brink og Vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. Jón á barnabörn á leikskólanum en í færslu sem hann skrifar um málið segir hann barnabörn hans á deildinni þar sem brotið á sér stað. Fjallað var um það fyrr í dag að barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu á þriðjudag og það strax verið tilkynnt til lögreglunnar. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið sem hefur játað brotið. „Atvikið sem um ræðir gerist á þriðjudag og maðurinn er handtekinn daginn eftir. Kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver þau allra erfiðustu og ömurlegustu mál sem upp koma. Málið er í fullri vinnslu veit ég og takmarkaðar upplýsingar gefnar upp opinberlega, sem skiljanlegt er. Foreldrar fá símtöl og búið er að ræða við börnin á deildinni í Barnahúsi,“ segir Jón í færslunni. Furðulegt að bjóða foreldrum ekki á fund Það sé þó á sama tíma „stórfurðulegt“ að hans mati að borgin sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna upp á fund fyrr en á mánudag. „Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Þarf að eyðileggja helgina fyrir fólki líka, og halda heilu fjölskyldunum í stofufangelsi og fá allskyns upplýsingar í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla? Þetta getur ekki samræmst eðlilegu verklagi, heilbrigðri skynsemi eða samskiptum,“ segir Jón. Sanngjarnast væri að halda fund með foreldrum í dag og svo annan fund á mánudag. Hann spyr að lokum hvort það sé ekki sanngjörn krafa og borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, svarar honum og segist skilja kröfuna en að vegna rannsóknarhagsmuna sé engar upplýsingar að gefa. „Ég er fulltrúi í skóla og frístundaráði og fékk einmitt póst áðan þar sem ég var látin vita að þetta hefði gerst, en vegna rannsóknarhagsmuna væri ekki hægt að veita neinum neinar upplýsingar um þetta, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, það gildir væntanlega um foreldra líka. Ég skil að fólki finnist það óþolandi, en ég skil þá kröfu lögreglu líka að taka ekki sénsinn á að eyðileggja rannsókn málsins,“ segir Alexandra. Leikskólinn er í Ármúla. Vísir/Anton Brink Fólk vilji upplýsingar Hún segir það „pælingu“ að halda fund í dag en það væri þá spurning hvort það væri góð nýting á tíma fólks. Hennar reynsla sé sú að fólk vilji frekar fund þegar eitthvað er að segja. „Á meðan málið er í höndum lögreglu er betra að beina fyrirspurnum þangað fyrir þau sem eru áhyggjufull. Það er hægt að senda fyrirspurnir á abending@lrh.is Lögreglan veit betur sjálf hvað þeir geta sagt og hvað ekki. Okkar fólk hefur verið beðið að segja ekkert,“ segir hún að lokum. Fleiri taka til máls í þræðinum, til dæmis Diljá Ámundadóttir Zoega, varaþingmaður Viðreisnar, og bendir á að það sem Jón sé að tala um fjalli meira um sálgæslu en að veita upplýsingar. „…það þætti mér líka eðlilegt og mannúðlegt og talaði oft og mikið um að innleiða slíkt í skólakerfið allt þegar ég átti sæti í Skóla og frístundaráði sæti á síðasta kjörtímabili,“ segir hún. Hafa rætt við foreldra í dag á leikskólanum Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að fagstjórar leikskóla hafi verið í Múlaborg í dag til að taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða við þau. Þá hafi ráðgjafar mannauðsþjónustu skóla- og frístundasviðs stutt við starfsfólk leikskólans í dag og í gær. Hjördís segir að foreldrum barna í leikskólanum verði einnig boðið upp að hringja í deildarstjóra barna og fjölskyldumála sem starfar hjá Reykjavíkurborg á ákveðnum tíma á morgun ef þau vilja ræða upplifun sína vegna málsins. Ef fólk hefur áhyggjur af sínu barni hefur verið bent á ráðgjafa á símavakt barnaverndar og lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 15.37 og 16:07 þann 15.8.2025 með upplýsingum um viðbragð borgarinnar á leikskólanum í dag og um helgina. Leikskólar Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Jón á barnabörn á leikskólanum en í færslu sem hann skrifar um málið segir hann barnabörn hans á deildinni þar sem brotið á sér stað. Fjallað var um það fyrr í dag að barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu á þriðjudag og það strax verið tilkynnt til lögreglunnar. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Karlmaður var handtekinn í kjölfarið sem hefur játað brotið. „Atvikið sem um ræðir gerist á þriðjudag og maðurinn er handtekinn daginn eftir. Kynferðisafbrot gegn börnum eru einhver þau allra erfiðustu og ömurlegustu mál sem upp koma. Málið er í fullri vinnslu veit ég og takmarkaðar upplýsingar gefnar upp opinberlega, sem skiljanlegt er. Foreldrar fá símtöl og búið er að ræða við börnin á deildinni í Barnahúsi,“ segir Jón í færslunni. Furðulegt að bjóða foreldrum ekki á fund Það sé þó á sama tíma „stórfurðulegt“ að hans mati að borgin sé ekki búin að bjóða foreldrum þessara barna upp á fund fyrr en á mánudag. „Mér finnst það algjörlega óásættanlegt. Þarf að eyðileggja helgina fyrir fólki líka, og halda heilu fjölskyldunum í stofufangelsi og fá allskyns upplýsingar í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla? Þetta getur ekki samræmst eðlilegu verklagi, heilbrigðri skynsemi eða samskiptum,“ segir Jón. Sanngjarnast væri að halda fund með foreldrum í dag og svo annan fund á mánudag. Hann spyr að lokum hvort það sé ekki sanngjörn krafa og borgarfulltrúi Pírata, Alexandra Briem, svarar honum og segist skilja kröfuna en að vegna rannsóknarhagsmuna sé engar upplýsingar að gefa. „Ég er fulltrúi í skóla og frístundaráði og fékk einmitt póst áðan þar sem ég var látin vita að þetta hefði gerst, en vegna rannsóknarhagsmuna væri ekki hægt að veita neinum neinar upplýsingar um þetta, umfram það sem hefur komið fram í fjölmiðlum, það gildir væntanlega um foreldra líka. Ég skil að fólki finnist það óþolandi, en ég skil þá kröfu lögreglu líka að taka ekki sénsinn á að eyðileggja rannsókn málsins,“ segir Alexandra. Leikskólinn er í Ármúla. Vísir/Anton Brink Fólk vilji upplýsingar Hún segir það „pælingu“ að halda fund í dag en það væri þá spurning hvort það væri góð nýting á tíma fólks. Hennar reynsla sé sú að fólk vilji frekar fund þegar eitthvað er að segja. „Á meðan málið er í höndum lögreglu er betra að beina fyrirspurnum þangað fyrir þau sem eru áhyggjufull. Það er hægt að senda fyrirspurnir á abending@lrh.is Lögreglan veit betur sjálf hvað þeir geta sagt og hvað ekki. Okkar fólk hefur verið beðið að segja ekkert,“ segir hún að lokum. Fleiri taka til máls í þræðinum, til dæmis Diljá Ámundadóttir Zoega, varaþingmaður Viðreisnar, og bendir á að það sem Jón sé að tala um fjalli meira um sálgæslu en að veita upplýsingar. „…það þætti mér líka eðlilegt og mannúðlegt og talaði oft og mikið um að innleiða slíkt í skólakerfið allt þegar ég átti sæti í Skóla og frístundaráði sæti á síðasta kjörtímabili,“ segir hún. Hafa rætt við foreldra í dag á leikskólanum Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir að fagstjórar leikskóla hafi verið í Múlaborg í dag til að taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða við þau. Þá hafi ráðgjafar mannauðsþjónustu skóla- og frístundasviðs stutt við starfsfólk leikskólans í dag og í gær. Hjördís segir að foreldrum barna í leikskólanum verði einnig boðið upp að hringja í deildarstjóra barna og fjölskyldumála sem starfar hjá Reykjavíkurborg á ákveðnum tíma á morgun ef þau vilja ræða upplifun sína vegna málsins. Ef fólk hefur áhyggjur af sínu barni hefur verið bent á ráðgjafa á símavakt barnaverndar og lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 15.37 og 16:07 þann 15.8.2025 með upplýsingum um viðbragð borgarinnar á leikskólanum í dag og um helgina.
Leikskólar Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira