„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 20:55 Kristmann Már Ísleifsson býr við framkvæmdasvæðið. Vísir/Bjarni Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira