Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 23:24 Trump og Pútín fóru með sitthvora yfirlýsinguna á sitthvoru tungumálinu. ap Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira