Erlent

Selenskí mun funda með Trump

Jón Þór Stefánsson skrifar
Selenskí mun funda með Trump sem fundaði í gær með Pútín.
Selenskí mun funda með Trump sem fundaði í gær með Pútín. EPA

Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti mun eiga fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington-borg á mánudag. Sá fundur mun koma í kjölfar fundar Trump með Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem fór fram í gærkvöldi.

Líkt og búist var við náðu Trump og Pútín ekki að semja um stríðslok í átökum Rússlands og Úkraínu, en að sögn Trump var þó um mjög árangursríkan fund að ræða, og að friður færðist nær.

Í færslu á samfélagsmiðlinum X segir Selenskí að hann mundi funda með Trump í Washington-borg á mánudag. Þá segist hann styðja tillögu Trump um að halda þríhliða fund um stríðið, þar sem Úkraínumenn, Rússar og Bandaríkjamenn kæmu að borðinu.

Trump segir á sínum eigin samfélagsmiðli að betra sé að einbeita sér að aljörgum friðarviðræðum heldur en að semja um vopnahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×