Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. ágúst 2025 20:26 Arnór Sigurjónsson, lengst til hægri, er varnarmálasérfræðingur. Vísir/Samsett Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira