Innlent

Sundlaugargestur hand­tekinn

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar er einnig greint frá einu álíka máli sem átti sér líka stað í miðbænum. Þar var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna slagsmála. Einn var handtekinn, og er hann sagður hafa séð sig knúinn til að hóta lögreglumönnum lífláti. Sá var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til ástand hans leyfir að við hann verði rætt.


Veistu meira um eitthvert þessara mála? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.


Þá kemur fram að maður hafi smyglað sér ofan í sundlaug án þess að greiða. Hann hafi síðan hagað sér furðulega gagnvart öðrum gestum. Þessum manni var gert að yfirgefa sundlauguna, en mun hafa neitað að gera það og var því handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Í Breiðholtinu var tilkynnt um rán. Lítið kemur fram um það nema að málið sé í rannsókn.

Þá var tilkynnt um að bensínsprengju hefði verið kastað í vegg sem var skemmdur eftir það. Það mál er líka sagt í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×