Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 23:43 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunnar. Vísir/Sigurjón Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Landsvirkjun var sektuð af Samkeppniseftirlitinu um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. Kvörtun barst árið 2021 frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagn vegna útboða Landsnets frá 2017. Máttu ekki selja orkuna á betri kjörum Landsvirkjun hafði selt fyrirtækjunum tveimur orku samkvæmt verðskrá. Fyrirtækin ætluðu sér síðan að selja orkuna áfram til Landsnets í útboði. Hins vegar tók Landsvirkjun einnig þátt í útboðinu og bauð þar betri kjör en úr verðskránni. Því hafi hin fyrirtækin ekki átt möguleika á að verða valin, nema selja orkuna með tapi. Grafík sem sýnir hvernig sölunni var háttað í kringum útboðið umdeilda.Vísir/Hjalti „Við erum ósátt við þá skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins að milliliðir eigi að geta keppt við Landsvirkjun í að selja stórum notendum eins og Landsneti. Okkur finnst það mjög sérkennileg niðurstaða. Við þekkjum engin dæmi, hvorki á Íslandi né í Evrópu, um þessa túlkun. Við töldum okkur vera að keppa við aðra raforkuframleiðendur í fullu samræmi við samkeppnislög,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „En þessi skilgreining kemur mjög á óvart, að milliliðir hafi rétt á að kaupa raforku, leggja á hana og selja til stórra aðila eins og Landsnets. Og Landsvirkjun verður að tryggja það að milliliðirnir geti boðið hagstæðara verð en Landsvirkjun sjálf.“ Verður áfrýjað Hann segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins óskiljanlega og ætlar Landsvirkjun að áfrýja henni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Þið leituðuð eftir sátt í málinu þegar þetta hófst, hvers vegna gerið þið það ef þið teljið ykkur ekki hafa brotið nein lög í þessu máli? „Við leituðum bara eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu. Við erum algjörlega tilbúin að aðlaga okkur að því að Samkeppniseftirlitið vilji að Landsvirkjun taki ekki þátt í þessum útboðum. Það væri ekkert vandamál. Það er eingöngu út af orkuöryggi sem við tókum þátt. Við leituðum eftir sátt, skilgreiningu frá eftirlitinu, en við hefðum verið tilbúin að samþykkja sekt. Því við teljum okkur ekki hafa brotið lög og við höfum verið í góðri trú með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi,“ segir Hörður. Samkeppnismál Orkumál Landsvirkjun Neytendur Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Landsvirkjun var sektuð af Samkeppniseftirlitinu um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. Kvörtun barst árið 2021 frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagn vegna útboða Landsnets frá 2017. Máttu ekki selja orkuna á betri kjörum Landsvirkjun hafði selt fyrirtækjunum tveimur orku samkvæmt verðskrá. Fyrirtækin ætluðu sér síðan að selja orkuna áfram til Landsnets í útboði. Hins vegar tók Landsvirkjun einnig þátt í útboðinu og bauð þar betri kjör en úr verðskránni. Því hafi hin fyrirtækin ekki átt möguleika á að verða valin, nema selja orkuna með tapi. Grafík sem sýnir hvernig sölunni var háttað í kringum útboðið umdeilda.Vísir/Hjalti „Við erum ósátt við þá skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins að milliliðir eigi að geta keppt við Landsvirkjun í að selja stórum notendum eins og Landsneti. Okkur finnst það mjög sérkennileg niðurstaða. Við þekkjum engin dæmi, hvorki á Íslandi né í Evrópu, um þessa túlkun. Við töldum okkur vera að keppa við aðra raforkuframleiðendur í fullu samræmi við samkeppnislög,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „En þessi skilgreining kemur mjög á óvart, að milliliðir hafi rétt á að kaupa raforku, leggja á hana og selja til stórra aðila eins og Landsnets. Og Landsvirkjun verður að tryggja það að milliliðirnir geti boðið hagstæðara verð en Landsvirkjun sjálf.“ Verður áfrýjað Hann segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins óskiljanlega og ætlar Landsvirkjun að áfrýja henni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Þið leituðuð eftir sátt í málinu þegar þetta hófst, hvers vegna gerið þið það ef þið teljið ykkur ekki hafa brotið nein lög í þessu máli? „Við leituðum bara eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu. Við erum algjörlega tilbúin að aðlaga okkur að því að Samkeppniseftirlitið vilji að Landsvirkjun taki ekki þátt í þessum útboðum. Það væri ekkert vandamál. Það er eingöngu út af orkuöryggi sem við tókum þátt. Við leituðum eftir sátt, skilgreiningu frá eftirlitinu, en við hefðum verið tilbúin að samþykkja sekt. Því við teljum okkur ekki hafa brotið lög og við höfum verið í góðri trú með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi,“ segir Hörður.
Samkeppnismál Orkumál Landsvirkjun Neytendur Mest lesið Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afar ósátt við óskiljanlega sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur