Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 23:43 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunnar. Vísir/Sigurjón Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Landsvirkjun var sektuð af Samkeppniseftirlitinu um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. Kvörtun barst árið 2021 frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagn vegna útboða Landsnets frá 2017. Máttu ekki selja orkuna á betri kjörum Landsvirkjun hafði selt fyrirtækjunum tveimur orku samkvæmt verðskrá. Fyrirtækin ætluðu sér síðan að selja orkuna áfram til Landsnets í útboði. Hins vegar tók Landsvirkjun einnig þátt í útboðinu og bauð þar betri kjör en úr verðskránni. Því hafi hin fyrirtækin ekki átt möguleika á að verða valin, nema selja orkuna með tapi. Grafík sem sýnir hvernig sölunni var háttað í kringum útboðið umdeilda.Vísir/Hjalti „Við erum ósátt við þá skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins að milliliðir eigi að geta keppt við Landsvirkjun í að selja stórum notendum eins og Landsneti. Okkur finnst það mjög sérkennileg niðurstaða. Við þekkjum engin dæmi, hvorki á Íslandi né í Evrópu, um þessa túlkun. Við töldum okkur vera að keppa við aðra raforkuframleiðendur í fullu samræmi við samkeppnislög,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „En þessi skilgreining kemur mjög á óvart, að milliliðir hafi rétt á að kaupa raforku, leggja á hana og selja til stórra aðila eins og Landsnets. Og Landsvirkjun verður að tryggja það að milliliðirnir geti boðið hagstæðara verð en Landsvirkjun sjálf.“ Verður áfrýjað Hann segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins óskiljanlega og ætlar Landsvirkjun að áfrýja henni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Þið leituðuð eftir sátt í málinu þegar þetta hófst, hvers vegna gerið þið það ef þið teljið ykkur ekki hafa brotið nein lög í þessu máli? „Við leituðum bara eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu. Við erum algjörlega tilbúin að aðlaga okkur að því að Samkeppniseftirlitið vilji að Landsvirkjun taki ekki þátt í þessum útboðum. Það væri ekkert vandamál. Það er eingöngu út af orkuöryggi sem við tókum þátt. Við leituðum eftir sátt, skilgreiningu frá eftirlitinu, en við hefðum aldrei verið tilbúin að samþykkja sekt. Því við teljum okkur ekki hafa brotið lög og við höfum verið í góðri trú með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi,“ segir Hörður. Samkeppnismál Orkumál Landsvirkjun Neytendur Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Landsvirkjun var sektuð af Samkeppniseftirlitinu um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. Kvörtun barst árið 2021 frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagn vegna útboða Landsnets frá 2017. Máttu ekki selja orkuna á betri kjörum Landsvirkjun hafði selt fyrirtækjunum tveimur orku samkvæmt verðskrá. Fyrirtækin ætluðu sér síðan að selja orkuna áfram til Landsnets í útboði. Hins vegar tók Landsvirkjun einnig þátt í útboðinu og bauð þar betri kjör en úr verðskránni. Því hafi hin fyrirtækin ekki átt möguleika á að verða valin, nema selja orkuna með tapi. Grafík sem sýnir hvernig sölunni var háttað í kringum útboðið umdeilda.Vísir/Hjalti „Við erum ósátt við þá skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins að milliliðir eigi að geta keppt við Landsvirkjun í að selja stórum notendum eins og Landsneti. Okkur finnst það mjög sérkennileg niðurstaða. Við þekkjum engin dæmi, hvorki á Íslandi né í Evrópu, um þessa túlkun. Við töldum okkur vera að keppa við aðra raforkuframleiðendur í fullu samræmi við samkeppnislög,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „En þessi skilgreining kemur mjög á óvart, að milliliðir hafi rétt á að kaupa raforku, leggja á hana og selja til stórra aðila eins og Landsnets. Og Landsvirkjun verður að tryggja það að milliliðirnir geti boðið hagstæðara verð en Landsvirkjun sjálf.“ Verður áfrýjað Hann segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins óskiljanlega og ætlar Landsvirkjun að áfrýja henni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Þið leituðuð eftir sátt í málinu þegar þetta hófst, hvers vegna gerið þið það ef þið teljið ykkur ekki hafa brotið nein lög í þessu máli? „Við leituðum bara eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu. Við erum algjörlega tilbúin að aðlaga okkur að því að Samkeppniseftirlitið vilji að Landsvirkjun taki ekki þátt í þessum útboðum. Það væri ekkert vandamál. Það er eingöngu út af orkuöryggi sem við tókum þátt. Við leituðum eftir sátt, skilgreiningu frá eftirlitinu, en við hefðum aldrei verið tilbúin að samþykkja sekt. Því við teljum okkur ekki hafa brotið lög og við höfum verið í góðri trú með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi,“ segir Hörður.
Samkeppnismál Orkumál Landsvirkjun Neytendur Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira