Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2025 23:43 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunnar. Vísir/Sigurjón Landsvirkjun ætlar að áfrýja himinhárri sekt Samkeppniseftirlitsins. Forstjórinn segir niðurstöðu eftirlitsins óskiljanlega og að fyrirtækið hafi ávallt verið með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi. Landsvirkjun var sektuð af Samkeppniseftirlitinu um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. Kvörtun barst árið 2021 frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagn vegna útboða Landsnets frá 2017. Máttu ekki selja orkuna á betri kjörum Landsvirkjun hafði selt fyrirtækjunum tveimur orku samkvæmt verðskrá. Fyrirtækin ætluðu sér síðan að selja orkuna áfram til Landsnets í útboði. Hins vegar tók Landsvirkjun einnig þátt í útboðinu og bauð þar betri kjör en úr verðskránni. Því hafi hin fyrirtækin ekki átt möguleika á að verða valin, nema selja orkuna með tapi. Grafík sem sýnir hvernig sölunni var háttað í kringum útboðið umdeilda.Vísir/Hjalti „Við erum ósátt við þá skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins að milliliðir eigi að geta keppt við Landsvirkjun í að selja stórum notendum eins og Landsneti. Okkur finnst það mjög sérkennileg niðurstaða. Við þekkjum engin dæmi, hvorki á Íslandi né í Evrópu, um þessa túlkun. Við töldum okkur vera að keppa við aðra raforkuframleiðendur í fullu samræmi við samkeppnislög,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „En þessi skilgreining kemur mjög á óvart, að milliliðir hafi rétt á að kaupa raforku, leggja á hana og selja til stórra aðila eins og Landsnets. Og Landsvirkjun verður að tryggja það að milliliðirnir geti boðið hagstæðara verð en Landsvirkjun sjálf.“ Verður áfrýjað Hann segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins óskiljanlega og ætlar Landsvirkjun að áfrýja henni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Þið leituðuð eftir sátt í málinu þegar þetta hófst, hvers vegna gerið þið það ef þið teljið ykkur ekki hafa brotið nein lög í þessu máli? „Við leituðum bara eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu. Við erum algjörlega tilbúin að aðlaga okkur að því að Samkeppniseftirlitið vilji að Landsvirkjun taki ekki þátt í þessum útboðum. Það væri ekkert vandamál. Það er eingöngu út af orkuöryggi sem við tókum þátt. Við leituðum eftir sátt, skilgreiningu frá eftirlitinu, en við hefðum aldrei verið tilbúin að samþykkja sekt. Því við teljum okkur ekki hafa brotið lög og við höfum verið í góðri trú með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi,“ segir Hörður. Samkeppnismál Orkumál Landsvirkjun Neytendur Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Landsvirkjun var sektuð af Samkeppniseftirlitinu um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa með alvarlegum hætti misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. Kvörtun barst árið 2021 frá Orku náttúrunnar og N1 rafmagn vegna útboða Landsnets frá 2017. Máttu ekki selja orkuna á betri kjörum Landsvirkjun hafði selt fyrirtækjunum tveimur orku samkvæmt verðskrá. Fyrirtækin ætluðu sér síðan að selja orkuna áfram til Landsnets í útboði. Hins vegar tók Landsvirkjun einnig þátt í útboðinu og bauð þar betri kjör en úr verðskránni. Því hafi hin fyrirtækin ekki átt möguleika á að verða valin, nema selja orkuna með tapi. Grafík sem sýnir hvernig sölunni var háttað í kringum útboðið umdeilda.Vísir/Hjalti „Við erum ósátt við þá skilgreiningu Samkeppniseftirlitsins að milliliðir eigi að geta keppt við Landsvirkjun í að selja stórum notendum eins og Landsneti. Okkur finnst það mjög sérkennileg niðurstaða. Við þekkjum engin dæmi, hvorki á Íslandi né í Evrópu, um þessa túlkun. Við töldum okkur vera að keppa við aðra raforkuframleiðendur í fullu samræmi við samkeppnislög,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „En þessi skilgreining kemur mjög á óvart, að milliliðir hafi rétt á að kaupa raforku, leggja á hana og selja til stórra aðila eins og Landsnets. Og Landsvirkjun verður að tryggja það að milliliðirnir geti boðið hagstæðara verð en Landsvirkjun sjálf.“ Verður áfrýjað Hann segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins óskiljanlega og ætlar Landsvirkjun að áfrýja henni til úrskurðarnefndar samkeppnismála. Þið leituðuð eftir sátt í málinu þegar þetta hófst, hvers vegna gerið þið það ef þið teljið ykkur ekki hafa brotið nein lög í þessu máli? „Við leituðum bara eftir leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu. Við erum algjörlega tilbúin að aðlaga okkur að því að Samkeppniseftirlitið vilji að Landsvirkjun taki ekki þátt í þessum útboðum. Það væri ekkert vandamál. Það er eingöngu út af orkuöryggi sem við tókum þátt. Við leituðum eftir sátt, skilgreiningu frá eftirlitinu, en við hefðum aldrei verið tilbúin að samþykkja sekt. Því við teljum okkur ekki hafa brotið lög og við höfum verið í góðri trú með hagsmuni raforkunotenda að leiðarljósi,“ segir Hörður.
Samkeppnismál Orkumál Landsvirkjun Neytendur Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira