Körfubolti

Kefla­vík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nær­veru í teignum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Kevin Williams lætur finna fyrir sér í teignum næsta vetur.
Jordan Kevin Williams lætur finna fyrir sér í teignum næsta vetur. keflavik_karfa

Keflvíkingar eru búnir að styrkja sig inn í teig fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við hinn þrítuga breska framherja og miðherja Jordan Kevin Williams.

Williams er 203 sentimetra hár og um 109 kíló að þyngd. Hann leikur jafnt sem kraftframherji og miðherji en hann er eins og kemur fram í frétt á miðlum Keflavíkur: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum, fráköst og sterkan varnarleik“.

Williams hefur mikla reynslu enda leikið víða um Evrópu og utan hennar á síðustu árum.

Hann hefur meðal annars spilað í Bretlandi, Belgíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Litháen, Frakklandi, Kanada, Kýpur og Rúmeníu.

Á ferli sínum hefur hann unnið til viðurkenninga auk þess sem hann hefur verið fastamaður í breska landsliðinu á undanförnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×