Góður fundur en fátt fast í hendi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2025 06:29 Almenn ánægja virðist ríkja með fundinn, þótt fátt sé fast í hendi. Sérfræðingar hafa bent á að þegar Trump tali um öryggistryggingar geti það allt eins þýtt loforð Bandaríkjaforseta um að tryggja öryggi Úkraínu, eins og raunverulega hernaðaraðstoð. Getty/Win McNamee Fundur Evrópuleiðtoga með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær virðist almennt séð hafa gengið ágætlega, þrátt fyrir að fátt sem var rætt sé fast í hendi. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði fundinn þann besta hingað til en hann var greinilega að vanda sig eftir að hafa verið sendur snemma heim í síðustu heimsókn í Hvíta húsið og þakkaði Trump ítrekað fyrir viðleitni sína í því að binda enda á átökin í Úkraínu. Trump tjáði sig um fundinn á Truth Social í gær og sagðist gera ráð fyrir að funda með Pútín og Selenskí eftir fund þeirra tveggja. Trump, sem átti samtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta strax að loknum fundi með Evrópuleiðtogunum, sagði í gærkvöldi að Pútín væri reiðubúinn til að hitta Selenskí, sem hann hefur hingað til þverneitað að gera. Þá sagði Bandaríkjaforseti að öryggi Úkraínu yrði tryggt ef aðilar kæmust að samkomulagi en hann hefur ekki viljað fara út í mögulegar útfærslur á öryggistryggingum né heldur svaraði hann því hver þáttur Bandaríkjanna yrði. Það var ljóst af ummælum Trump og hegðan í gær að hann fann sig vel í hlutverki samningamannsins og málamiðlarans. Aðrir hafa hrósað Evrópuleiðtogunum fyrir vel útfærða diplómasíu í því hvernig þeir fóru að Bandaríkjaforseta.Getty/Alex Wong Aðrir Evrópuleiðtogar sem sóttu fundinn virtust almennt ánægðir en bæði Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, lýstu efasemdum um friðarvilja Pútín. Þá virðast einnig efasemdir uppi um hvort Pútín sé raunverulega reiðubúinn til að funda með Selenskí en Merz sagðist ekki vera viss um að fyrrnefndi hefði „hugrekki til að sækja slíkan fund“. Rússar héldu áfram að gera árásir á Úkraínu í gær og í nótt og enn sem komið er hefur ekkert heyrst frá þeim um mögulegan fund Pútín og Selenskí. Þeir sendu hins vegar frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir þvertóku fyrir það að samþykkja viðveru herliðs frá Atlantshafsbandalaginu í Úkraínu, til að tryggja öryggi landsins.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira