Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. ágúst 2025 10:21 Chris Pratt og Robert Kennedy yngri hittast reglulega í matarboðum Kennedy-fjölskyldunnar. Getty Bandaríski leikarinn Chris Pratt segist reglulega hitta frænda eiginkonu sinnar, heilbrigðisráðherrann Robert F. Kennedy yngri, í matarboðum. Þeir tali lítið saman um stjórnmál saman en komi vel saman og sagðist Pratt elska Kennedy. Chris Pratt, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Jurassic World-myndunum og þríleiknum um Verndara vetrarbrautarinnar, ræddi við Bill Maher, sjónvarpsmann og grínista, í hlaðvarpinu Club Random á mánudag. „Ég hef eytt þó nokkrum stundum að hanga með honum í eingöngu fjölskyldukvöldverðar-stemmingu og mér kemur mjög vel saman með honum. Mér finnst hann frábær. Hann er fyndinn, hann er dásamlegur. Ég elskahann,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt giftist Katherine Schwarzenegger árið 2019. Tengdamóðir hans er því Maria Shriver, fyrrverandi eiginkona Arnold Schwarzenegger og dóttir Eunice Kennedy sem var systir bæði John F. Kennedy og Robert F. Kennedy eldri, sem tengir Pratt við RFK yngri. „Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr“ „Það er ekki eins og ég sitji með Bobby og segi: ,Hey, við skulum tala um þetta, við skulum tala um hitt',“ sagði Pratt um Kennedy. „Við erum bara að spila á spil, í varúlfi, að skemmta okkur eða borða kvöldverð saman. Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr um það hvort þessir hlutir séu sannir,“ sagði Pratt um yfirlýsingar heilbrigðismálaráðherrans um umdeild málefni á borð við bólusetningar, Covid og HIV. „Ég veit ekki hverju á að trúa,“ sagði Pratt við Maher. Þá sagðist Pratt fagna ákveðnum aðgerðum sem væri greinilegt að allir styddu, þvert á flokkslínur, svosem hluta herferðarinnar „Make America Healthy Again“ sem gengur út á að fækka ofurunnum matvælum og draga úr notkun gervisykurs í mat. „Ég myndi hata að vera svo fastur í hatri mínu á forsetanum að öll velgengni ríkisstjórnar hans sé eitthvað sem ég fengi ofnæmisviðbrögð við,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt hefur notið gríðarlegrar velgengni í Hollywood á síðustu tíu árum: gert það gott sem Stjörnuhersir í Marvel-myndum, lék í þremur Jurassic World-risaeðlumyndum og talað fyrir bæði píparann Mario og köttinn Gretti í samnefndnum myndum. Á sama tíma hefur hann verið á milli tannanna á fólki vegna tengsla hans við Hillsong-kirkjuna, sem hefur verið gagnrýnd fyrir neikvæða afstöðu í garð samkynhneigðra og ásakana í garð stjórnenda um misnotkun og fjárdrátt, og meints stuðnings hans við Repúblikana en fyrir forsetakosningarnar 2024 tók hann hvorki afstöðu með Trump né Harris en birti skoðanagrein á kosningadag um að fólk ætti að einblína á það sem sameinaði það frekar en sundraði. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Chris Pratt, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Jurassic World-myndunum og þríleiknum um Verndara vetrarbrautarinnar, ræddi við Bill Maher, sjónvarpsmann og grínista, í hlaðvarpinu Club Random á mánudag. „Ég hef eytt þó nokkrum stundum að hanga með honum í eingöngu fjölskyldukvöldverðar-stemmingu og mér kemur mjög vel saman með honum. Mér finnst hann frábær. Hann er fyndinn, hann er dásamlegur. Ég elskahann,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt giftist Katherine Schwarzenegger árið 2019. Tengdamóðir hans er því Maria Shriver, fyrrverandi eiginkona Arnold Schwarzenegger og dóttir Eunice Kennedy sem var systir bæði John F. Kennedy og Robert F. Kennedy eldri, sem tengir Pratt við RFK yngri. „Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr“ „Það er ekki eins og ég sitji með Bobby og segi: ,Hey, við skulum tala um þetta, við skulum tala um hitt',“ sagði Pratt um Kennedy. „Við erum bara að spila á spil, í varúlfi, að skemmta okkur eða borða kvöldverð saman. Ég ætla ekki að spyrja hann spjörunum úr um það hvort þessir hlutir séu sannir,“ sagði Pratt um yfirlýsingar heilbrigðismálaráðherrans um umdeild málefni á borð við bólusetningar, Covid og HIV. „Ég veit ekki hverju á að trúa,“ sagði Pratt við Maher. Þá sagðist Pratt fagna ákveðnum aðgerðum sem væri greinilegt að allir styddu, þvert á flokkslínur, svosem hluta herferðarinnar „Make America Healthy Again“ sem gengur út á að fækka ofurunnum matvælum og draga úr notkun gervisykurs í mat. „Ég myndi hata að vera svo fastur í hatri mínu á forsetanum að öll velgengni ríkisstjórnar hans sé eitthvað sem ég fengi ofnæmisviðbrögð við,“ sagði Pratt í viðtalinu. Pratt hefur notið gríðarlegrar velgengni í Hollywood á síðustu tíu árum: gert það gott sem Stjörnuhersir í Marvel-myndum, lék í þremur Jurassic World-risaeðlumyndum og talað fyrir bæði píparann Mario og köttinn Gretti í samnefndnum myndum. Á sama tíma hefur hann verið á milli tannanna á fólki vegna tengsla hans við Hillsong-kirkjuna, sem hefur verið gagnrýnd fyrir neikvæða afstöðu í garð samkynhneigðra og ásakana í garð stjórnenda um misnotkun og fjárdrátt, og meints stuðnings hans við Repúblikana en fyrir forsetakosningarnar 2024 tók hann hvorki afstöðu með Trump né Harris en birti skoðanagrein á kosningadag um að fólk ætti að einblína á það sem sameinaði það frekar en sundraði.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30 Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan. 28. janúar 2025 20:30
Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. 12. apríl 2025 00:01