Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar 19. ágúst 2025 12:00 Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Söfn Gunnar Salvarsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun