Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 16:47 Logi Einarsson háskólaráðherra tók við af umhverfisráðherra í málinu. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að verkefnisstjórnin hafi þann 10. mars síðastliðinn skilað Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um sé að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Verkefnastjórnin hafi lagt til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, yrðu flokkaðar í orkunýtingarflokk áætlunarinnar en seinni virkjanakostirnir tveir séu innan sama vatnasviðs. Þá yrði Hvanneyrardalsvirkjun flokkuð í biðflokk áætlunarinnar og að Hamarsvirkjun flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar. Tengsl við einn framkvæmdaraðila 13. mars hafi Jóhann Pál ákveðið að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, hafi verið skipaður ráðherra í málinu. Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki sé lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sé kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en verkefnisstjórnin fari með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra. Leggi ráðherra hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skuli leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi, sem fari með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta. Sveitarfélögin leggist gegn tillögu nefndarinnar Í tilkynningunni segir að af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar megi sjá að sveitarfélög á svæðinu leggist gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk og vísi meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða, skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hafi efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafi framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist verulega og óvissa ríki um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa. Í ljósi þessa hafi verið talið sérlega brýnt að forgangsraða skoðun og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða. Hyggst auka skilvirkni og bæta málsmeðferð Loks segir að Jóhann Páll hyggist leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta málsmeðferð. Jafnframt hafi ráðherra sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, þar sem kveðið sé á um að stjórnvöld skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku. Í þeirri stefnu verði skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verði höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni. Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að verkefnisstjórnin hafi þann 10. mars síðastliðinn skilað Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um sé að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Verkefnastjórnin hafi lagt til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, yrðu flokkaðar í orkunýtingarflokk áætlunarinnar en seinni virkjanakostirnir tveir séu innan sama vatnasviðs. Þá yrði Hvanneyrardalsvirkjun flokkuð í biðflokk áætlunarinnar og að Hamarsvirkjun flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar. Tengsl við einn framkvæmdaraðila 13. mars hafi Jóhann Pál ákveðið að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, hafi verið skipaður ráðherra í málinu. Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki sé lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sé kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en verkefnisstjórnin fari með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra. Leggi ráðherra hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skuli leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi, sem fari með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta. Sveitarfélögin leggist gegn tillögu nefndarinnar Í tilkynningunni segir að af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar megi sjá að sveitarfélög á svæðinu leggist gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk og vísi meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða, skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hafi efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafi framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist verulega og óvissa ríki um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa. Í ljósi þessa hafi verið talið sérlega brýnt að forgangsraða skoðun og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða. Hyggst auka skilvirkni og bæta málsmeðferð Loks segir að Jóhann Páll hyggist leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta málsmeðferð. Jafnframt hafi ráðherra sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, þar sem kveðið sé á um að stjórnvöld skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku. Í þeirri stefnu verði skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verði höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni.
Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira