Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 10:02 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. Markmiðið með því að mála múrinn, sem reistur hefur verið og enn er verið að reisa á stórum hluta um 3.200 kílómetra löngum landamærum ríkjanna, er að gera farandfólki erfiðara að príla yfir hann. Stór hluti landamæranna er þó í miðri Rio Grande ánni en þar á að fjölga tálmum til að gera fólki erfiðara að synda yfir, samkvæmt Noem. Þegar hún opinberaði verkið og tók sjálf upp málningarrúllu, sagði Noem að hugmyndin væri runnin beint undan rifjum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. „Hann skilur að í þessum mikla hita hérna, þegar eitthvað er málað svart verður það enn heitara og gerir það fólki enn erfiðara að klífa múrinn,“ sagði Noem. Málningin á einnig að koma í veg fyrir að múrinn ryðgi. „Núna, að skipan forsetans, mun hann verða málaður svartur, svo heitur snertingar að glæpsamlegir innflytjendur muna ekki einu sinni reyna það,“ sagði Noem meðal annars. Frá því hann tók aftur við embætti hefur Trump lagt gífurlega áherslu á að draga úr flæði innflytjenda til Bandaríkjanna, hvort sem þeir vilja fara þangað með lögmætum hætti eða ekki. Sjá einnig: Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Á fyrsta kjörtímabili hans lagði hann áherslu á að reisa múrinn en nú hefur sérstök áhersla verið lögð á að vísa fólki frá Bandaríkjunum í þúsunda tali. Talskona Trumps sagði fyrr í mánuðinum að búið væri að handtaka um 300 þúsund manns sem væru í Bandaríkjunum ólöglega frá því í janúar. Einnig er verið að klára að reisa múr á öllum landamærunum, þar sem það er hægt og sagði Noem í vikunni að nærri því kílómetri af múr væri reistur á dag. Það er þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem reyna að fara yfir landamærin með ólöglegum hætti er í sögulegu lágmarki. Í frétt BBC segir að í júní hafi um sex þúsund manns verið gómaðir við að reyna að fara yfir landamærin og í júlí hafi fjöldinn verið 4.600. Það samsvari um 92 prósenta fækkun milli ára. Þegar mest var á undanförnum árum fóru stundum sex þúsund manns á dag yfir landamærin. Í frétt CNN segir að árið 2020, þegar Trump var síðast forseti, hafi verið til skoðunar að mála múrinn svartan eftir að lagt hafði verið til að það gæti hjálpað. Þá sögðu einhverjir af æðstu embættismönnum landamæraeftirlits Bandaríkjanna að slíkt myndi þjóna litlum tilgangi. Ekki kom fram í tilkynningu Noem hvað það mun kosta að mála allan múrinn svartan. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. 9. ágúst 2025 14:31 Áhlaup ICE og óvissan veldur vandræðum Þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í síðustu viku að útsendarar innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) og annarra alríkislöggæsluembætta myndu hætta að gera áhlaup á bóndabæi og fyrirtæki í ferðamannabransanum önduðu margir léttar. Margir verkamenn innan geiranna, sem voru í Bandaríkjunum ólöglega, höfðu endað í haldi og enn fleiri neituðu að mæta í vinnu. 19. júní 2025 15:19 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Markmiðið með því að mála múrinn, sem reistur hefur verið og enn er verið að reisa á stórum hluta um 3.200 kílómetra löngum landamærum ríkjanna, er að gera farandfólki erfiðara að príla yfir hann. Stór hluti landamæranna er þó í miðri Rio Grande ánni en þar á að fjölga tálmum til að gera fólki erfiðara að synda yfir, samkvæmt Noem. Þegar hún opinberaði verkið og tók sjálf upp málningarrúllu, sagði Noem að hugmyndin væri runnin beint undan rifjum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. „Hann skilur að í þessum mikla hita hérna, þegar eitthvað er málað svart verður það enn heitara og gerir það fólki enn erfiðara að klífa múrinn,“ sagði Noem. Málningin á einnig að koma í veg fyrir að múrinn ryðgi. „Núna, að skipan forsetans, mun hann verða málaður svartur, svo heitur snertingar að glæpsamlegir innflytjendur muna ekki einu sinni reyna það,“ sagði Noem meðal annars. Frá því hann tók aftur við embætti hefur Trump lagt gífurlega áherslu á að draga úr flæði innflytjenda til Bandaríkjanna, hvort sem þeir vilja fara þangað með lögmætum hætti eða ekki. Sjá einnig: Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Á fyrsta kjörtímabili hans lagði hann áherslu á að reisa múrinn en nú hefur sérstök áhersla verið lögð á að vísa fólki frá Bandaríkjunum í þúsunda tali. Talskona Trumps sagði fyrr í mánuðinum að búið væri að handtaka um 300 þúsund manns sem væru í Bandaríkjunum ólöglega frá því í janúar. Einnig er verið að klára að reisa múr á öllum landamærunum, þar sem það er hægt og sagði Noem í vikunni að nærri því kílómetri af múr væri reistur á dag. Það er þrátt fyrir að fjöldi þeirra sem reyna að fara yfir landamærin með ólöglegum hætti er í sögulegu lágmarki. Í frétt BBC segir að í júní hafi um sex þúsund manns verið gómaðir við að reyna að fara yfir landamærin og í júlí hafi fjöldinn verið 4.600. Það samsvari um 92 prósenta fækkun milli ára. Þegar mest var á undanförnum árum fóru stundum sex þúsund manns á dag yfir landamærin. Í frétt CNN segir að árið 2020, þegar Trump var síðast forseti, hafi verið til skoðunar að mála múrinn svartan eftir að lagt hafði verið til að það gæti hjálpað. Þá sögðu einhverjir af æðstu embættismönnum landamæraeftirlits Bandaríkjanna að slíkt myndi þjóna litlum tilgangi. Ekki kom fram í tilkynningu Noem hvað það mun kosta að mála allan múrinn svartan.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. 9. ágúst 2025 14:31 Áhlaup ICE og óvissan veldur vandræðum Þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í síðustu viku að útsendarar innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) og annarra alríkislöggæsluembætta myndu hætta að gera áhlaup á bóndabæi og fyrirtæki í ferðamannabransanum önduðu margir léttar. Margir verkamenn innan geiranna, sem voru í Bandaríkjunum ólöglega, höfðu endað í haldi og enn fleiri neituðu að mæta í vinnu. 19. júní 2025 15:19 Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Yfirvöld í Mexíkó segja að Bandaríkjaher muni ekki fá að ráðast í aðgerðir gegn glæpasamtökum í landinu. Trump er sagður hafa gefið yfirmönnum hersins leynilega skipun um að beita hernum gegn tilteknum glæpasamtökum frá Mið- og Suður-Ameríku, innan landamæra annarra ríkja. 9. ágúst 2025 14:31
Áhlaup ICE og óvissan veldur vandræðum Þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í síðustu viku að útsendarar innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) og annarra alríkislöggæsluembætta myndu hætta að gera áhlaup á bóndabæi og fyrirtæki í ferðamannabransanum önduðu margir léttar. Margir verkamenn innan geiranna, sem voru í Bandaríkjunum ólöglega, höfðu endað í haldi og enn fleiri neituðu að mæta í vinnu. 19. júní 2025 15:19
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent