Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:01 Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Bókasöfn Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun