Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 22. ágúst 2025 07:02 Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skóla- og menntamál Samfylkingin Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Menntakerfið er ein mikilvægasta grunnstoð íslensks samfélags þar sem grunnur er lagður að farsæld nemenda og samfélagsins í heild. Íslendingar forgangsraða hlutfallslega meiri fjármunum til menntakerfisins en önnur OECD-ríki og við eigum að gera kröfu um að kerfið skili árangri fyrir börnin okkar og samfélagið í heild sinni. Þrátt fyrir það sýna PISA-kannanir síðustu ára að íslenskir nemendur eru undir meðaltali OECD og Norðurlanda í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum. Niðurstöður úr PISA-mælingu 2022 sýndu einnig að frammistaða íslenskra nemenda dalaði milli mælinga 2018 og 2022 í hlutfallslega meiri mæli en hjá öðrum löndum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tekur þessu verkefni alvarlega og hefur ráðist í nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Grunnurinn að þeirri sókn var lagður í vor þegar samþykkt var frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um að samræmt námsmat verði lagt fyrir 4., 6. og 9. bekk á hverju ári í öllum grunnskólum landsins. Þessi samræmdu könnunarpróf voru prófuð í 26 skólum síðastliðið vor og verða framkvæmd í öllum grunnskólum landsins á því skólaári sem nú er að hefjast. Þetta er nauðsynlegt skref til að kortleggja stöðu nemenda og mæla árangur á milli ára en það eru að verða komin fimm ár frá því að síðasta samræmda mæling var framkvæmd í grunnskólum landsins. Það er mikilvægt að byggja stefnumótun og umbætur í menntamálum á gögnum og að öflug eftirfylgni sé með menntakerfinu til að meta árangur menntastefnu landsins og kerfisins í heild. Matsferilll er nýtt verkfæri sem mun halda utan um samræmdu könnunarprófin ásamt öðrum matstækjum sem munu sýna skýra mynd af hæfni nemenda hverju sinni og hvernig hún þróast. Matsferillinn mun því bæði nýtast þeim sem þurfa aukinn stuðning í námi og þeim sem skara fram úr og þurfa auknar áskoranir. Þannig getum við stuðlað að hámarksárangri allra nemenda. Menntamálaráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp um ný heildarlög um gerð námsgagna sem hefur því miður setið á hakanum síðastliðna áratugi. Með frumvarpinu á að auka samstarf við nemendur og atvinnulífið og efla nýsköpun þegar kemur að þróun námsgagna á fjölbreyttu formi. Markmiðið er að ný námsgögn séu fjölbreytt, aðgengileg og í takt við þarfir nemenda í nútímasamfélagi. Aðgangur að námgögnum við hæfi er ein af forsendum árangurs í skólastarfi og að allir nemendur geti fengið verkefni við hæfi. Þessi fyrstu skref eru hugsuð til að leggja grunn að nýrri sókn í menntamálum þar sem áhersla er á árangur nemenda óháð því hvar þeir standa í dag. Það er ánægjulegt að sjá hversu vel sveitarstjórnarfulltrúar og skólafólk hafa þegar tekið í þessi fyrstu skref en nauðsynlegt er að stjórnvöld vinni áfram náið með skólasamfélaginu í heild sinni við að hefja nýja sókn í menntamálum á Íslandi. Höfundur situr í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun