„Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Bjarni Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“ Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í morgun kemur fram að áhrif hærri húsnæðisbóta séu horfin vegna hækkunar á leiguverði. Breytingar á lögum um húsnæðisbetur tóku gildi 1. júní í fyrra og hækkuðu grunnfjárhæðir þá um fjórðung. Lagabreytingarnar voru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar tengdar kjarasamningsgerð á síðasta ári. Hlutfall húsnæðisbóta af leiguverði hækkaði eftir lagabreytingar þar sem bætur hækkuðu á síðasta ári. Nú er það nánast það sama og fyrir lagabreytingu.Vísir „Þetta er auðvitað ömurlegt. Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst er að stjórnvöld hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að svona lagað geti nokkurn tíman gerst,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í kvöldfréttum Sýnar. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum“ Árið 2022, þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu sagði Kristrún Frostadóttir núverandi forsætisráðherra að leigusalar myndu hirða hækkun húsnæðisbóta ef ekki yrði sett bremsa á hækkun leiguverðs. Leigubremsa er eitt af þeim úrræðum sem Sólveig Anna vill sjá að gripið verði til. „Ég er sammála Kristrúnu fyrir þremur árum. Það sem þarf að gera það er mjög skýrt fyrir okkur í Eflingu. Það þarf að byrja á að takmarka verulega skammtímaleigu eins og Airbnb, það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi á milli framboðs og eftirspurnar sem auðvitað heldur þessum leigumarkaði jafn veikum og hann er.“ Þá segir hún stóran hluta vandans vera það húsnæði sem hafi verið byggt og í raun sé ekki fræðilegur möguleiki fyrir Eflingarfólk að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Ráðast þurfi í verulega húsnæðisuppbyggingu fyrir tekjulægri hópa. „Það fólk er einfaldlega fast í klóm á leigusölum. Jafnvel 70% af ráðstöfunartekjum þessa fólks rennur beint í vasann á leigusölum. Þau geta ekki lagt fyrir, þau geta ekki safnað fyrir íbúð. Jafnvel þó þau geti það þá eru takmörkin sem sett hafa verið og þetta hávaxtastig sem Seðlabankinn viðheldur sem gerir það að verkum að þau komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn.“ Húnn segir að stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að axla ábyrgð. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum axlað ábyrgð, við höfum samið um hófstillta kjarasamninga, við sömdum um þessar auknu húsnæðisbætur. Við höfum lagt fram aftur og aftur og aftur mjög einfaldar tillögur. Það er einfaldlega kominn tími á að stjórnvöld og opinberir aðilar axli ábyrgð.“ Setur traust sitt á þingmenn með bakgrunn í verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna bindur vonir við að þingmenn sem koma úr verkalýðshreyfingunni geti lagt sín lóð á vogarskálarnar svo árangur náist. Hún nefnir sérstaklega Ragnar Þór Ingólfsson, þingmann Flokks fólksins og fyrrum formann VR og Kristján Þórð Snæbjarnarson sem áður var forseti Alþýðusambandsins en er nú þingmaður Samfylkingar. „Ragnar Þór hefur verið mikill baráttumaður fyrir hagsmunum þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem hafa verið fórnarlömb þessa ástands. Hann leiðir sérstakan húsnæðishóp á vegum stjórnvalda. Ég bind vonir við það að vegna hans miklu innsýnar í þennan málaflokk þá geti hann barist fyrir því á vettvangi stjórnvalda að árangur náist.“
Húsnæðismál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira