„Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:47 Ofbeldið í stúkunni í Buenos Aires í vikunni var skelfilegt og enduðu margir á sjúkrahúsi. Getty/Sebastian Nanco Forráðamenn fótboltaliðsins Universidad de Chile segja argentínsku lögregluna og forráðamenn Independiente hafa brugðist þegar 19 stuðningsmenn liðsins enduðu á sjúkrahúsi eftir „eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“. Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins. Fótbolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins.
Fótbolti Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira