Mbappé afgreiddi Real Oviedo Siggeir Ævarsson skrifar 24. ágúst 2025 19:03 LaLiga - Real Madrid vs CA Osasuna epa12311139 Real Madrid's Kylian Mbappe (L) celebrates with teammate Vinicius Junior after scoring the 1-0 goal during the Spanish LaLiga soccer match between Real Madrid and CA Osasuna, in Madrid, Spain, 19 August 2025. EPA/Mariscal Real Madrid er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark eftir tvær fyrstu umferðirnar í spænsku úrvalsdeildinni en liðið lagði Real Oviedo á útivelli í kvöld 0-3. Madrídingar höfðu nánast algjöra yfirburði í leiknum en gekk illa að skapa sér afgerandi færi upp úr þeim aragrúa marktilrauna sem liðið fékk. Markahrókurinn Kylian Mbappé náði þó að koma boltanum í netið í sitthvorum hálfleiknum. Vini Jr. kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, lagði upp seinna mark Mbappé og skoraði svo þriðja mark Real Madrid til að reka endahnútinn á þægilegan 0-3 sigur gestanna. Spænski boltinn Fótbolti
Real Madrid er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark eftir tvær fyrstu umferðirnar í spænsku úrvalsdeildinni en liðið lagði Real Oviedo á útivelli í kvöld 0-3. Madrídingar höfðu nánast algjöra yfirburði í leiknum en gekk illa að skapa sér afgerandi færi upp úr þeim aragrúa marktilrauna sem liðið fékk. Markahrókurinn Kylian Mbappé náði þó að koma boltanum í netið í sitthvorum hálfleiknum. Vini Jr. kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, lagði upp seinna mark Mbappé og skoraði svo þriðja mark Real Madrid til að reka endahnútinn á þægilegan 0-3 sigur gestanna.