Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. ágúst 2025 07:00 „Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið. Til að mynda eftirfarandi atriði sem Þorvaldur nefndi til sögunnar: „Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. […] Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis.“ Þetta er þannig allt þegar hluti af EES-samningnum. Hið sama er að segja um þetta atriði: „Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum.“ Vonandi byggjast skrif Þorvaldar á vanþekkingu og fela þannig ekki í sér vísvitandi tilraun til þess að blekkja eldri borgara á Íslandi til stuðnings við inngöngu í Evrópusambandið með alröngum staðhæfingum. Þessi framganga getur í öllu falli engan veginn talizt sérlega málefnaleg. Hvað tal Þorvaldar um styrki frá Evrópusambandinu „til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar“ varðar hafa allar úttektir sýnt að Ísland yrði nettó-greiðandi til sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Myndi sem sagt greiða meira til þess en landið fengi til baka einkum í formi styrkja. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða við myndum greiða með okkur. Við myndum því greiða fyrir þetta sjálf og vel það. Varðandi síðan evruna sem Þorvaldur nefnir er vert að hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Vöxtunum hefur verið ætlað að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega eftirsóknarverðan. Við erum þá ekki farin að tala um margt annað eins og framsal fullveldis yfir flestum okkar málaflokkum til stofnana Evrópusambandsins sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og fólu þeim sem á eftir komu að standa vörð um, vægi ríkja við ákvarðanatöku innan sambandsins einkum út frá íbúafjölda sem allajafna þýddi til dæmis að Ísland hefði vægi í ráðherraráði þess á við 5% hlutdeild í alþingismanni og þróun sambandsins allt frá upphafi í átt til sambandsríkis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Mikilvægt er að fá opna og faglega umræðu um kosti og galla aðildar að ESB,“ ritaði Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnarmaður í Öldungaráði Viðreisnar, í grein sem birtist á Vísi í gær þar sem hann taldi upp ýmis atriði sem hann sagði að myndu fylgja inngöngu í Evrópusambandið og koma sér vel fyrir hérlenda eldri borgara. Hins vegar eru flest þau atriði sem hann nefndi eitthvað sem þegar fylgir aðild Íslands að EES-samningnum eða öðru samstarfi við sambandið. Til að mynda eftirfarandi atriði sem Þorvaldur nefndi til sögunnar: „Eldri borgarar myndu hafa rétt til frjálsrar farar, búsetu og dvalar í öllum ESB-löndum. Það gerir ferðalög innan Evrópu einfaldari og ódýrari. […] Með Evrópsku sjúkratryggingakortinu gætu eldri borgarar fengið heilbrigðisþjónustu á sama verði og heimamenn í öllum ESB-löndum – mikilvæg trygging fyrir þá sem ferðast eða dvelja tímabundið erlendis.“ Þetta er þannig allt þegar hluti af EES-samningnum. Hið sama er að segja um þetta atriði: „Eldri borgarar gætu tekið þátt í menningar- og fræðsluverkefnum á vettvangi ESB, líkt og Erasmus+ hefur þegar boðið upp á fyrir eldri hópa í aðildarlöndum.“ Vonandi byggjast skrif Þorvaldar á vanþekkingu og fela þannig ekki í sér vísvitandi tilraun til þess að blekkja eldri borgara á Íslandi til stuðnings við inngöngu í Evrópusambandið með alröngum staðhæfingum. Þessi framganga getur í öllu falli engan veginn talizt sérlega málefnaleg. Hvað tal Þorvaldar um styrki frá Evrópusambandinu „til verkefna í öldrunarmálum, heilbrigðisþjónustu og félagslegrar nýsköpunar“ varðar hafa allar úttektir sýnt að Ísland yrði nettó-greiðandi til sambandsins ef til inngöngu í það kæmi. Myndi sem sagt greiða meira til þess en landið fengi til baka einkum í formi styrkja. Einungis hafa verið skiptar skoðanir um það hversu marga milljarða við myndum greiða með okkur. Við myndum því greiða fyrir þetta sjálf og vel það. Varðandi síðan evruna sem Þorvaldur nefnir er vert að hafa í huga að lágir vextir á evrusvæðinu hafa engan veginn verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar með tilheyrandi víðast hvar litlum sem engum hagvexti og viðvarandi verulegu atvinnuleysi. Vöxtunum hefur verið ætlað að reyna að koma efnahagslífinu í gang. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en hins vegar ekki sérlega eftirsóknarverðan. Við erum þá ekki farin að tala um margt annað eins og framsal fullveldis yfir flestum okkar málaflokkum til stofnana Evrópusambandsins sem fyrri kynslóðir börðust fyrir og fólu þeim sem á eftir komu að standa vörð um, vægi ríkja við ákvarðanatöku innan sambandsins einkum út frá íbúafjölda sem allajafna þýddi til dæmis að Ísland hefði vægi í ráðherraráði þess á við 5% hlutdeild í alþingismanni og þróun sambandsins allt frá upphafi í átt til sambandsríkis. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar