Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar 24. ágúst 2025 10:33 Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna hlustar menntamálaráðherra, Samfylkingin og Viðreisn ekki á foreldra? Árum saman hefur verið sterkt ákall frá foreldrum grunnskólabarna að skipt verði um einkunnakerfi grunnskólanna, enda er það skaðlegt, óskiljanlegt og streituvaldandi fyrir flesta. Undirritaður tók þátt í að innleiða og keyra þetta kerfi í nokkra skóla og þekkir því kerfið eins og lófann á sér. Hundruðum klukkustunda var eytt í kynningar, námskeið, eftirfylgni og stuðning en aldrei var meirihlutinn með kerfið á hreinu og svo gott sem engin eftirspurn var eftir því enda kerfi sem skaðar meira en það gefur. Menntamálaráðherra heldur því fram að foreldrar verði bara að leggja sig meira fram og þetta komi allt á endanum. Samfylkingin og Viðreisn eru um borð með ráðherra og verja kerfið með kjafti og klóm. Þetta óskiljanlega kerfi er hluti af því að kennarar eru óvissir með vinnu sína enda námsmat stór partur af námi og kennslu. Þessi óvissa eykur álag verulega í grunnskólanum á alla. Einkunnin B spannar frá 3,5 - 8,4 í tölukerfinu, skv. samræmdum könnunarprófum, og það er augljóst að hvatinn til að standa sig vel er svo gott sem enginn. Meginþorri nemenda er með sömu einkunn, skv aðalnámskrá, þrátt fyrir að þeir viti að munurinn á milli þeirra sé verulegur. Enginn fullorðin myndi láta bjóða sér þetta, en ríkisstjórninni finnst það gott að jafna alla niður á við og halda nemendum og foreldrum í myrkrinu hvað námsstöðu barna þeirra varðar. Þá geta foreldrar síður gagnrýnt stöðuna þegar upplýsingar eru klæddar í óskiljanlegan búning. Þessi tilraun er búin að standa í 10 ár og kominn tími til að upplýsa foreldra um námsstöðu barna sinna í stað þess að bjóða þeim upp á þessa þvælu sem núverandi einkunnakerfi er. Það verður að létta þessari óværu af komandi kynslóðum strax, ekki með einni stefnunni enn eða tískuhugtökum meirihlutans. Það þarf nýtt skiljanlegt, markvisst kerfi sem allir geta unnið eftir og skilar árangri. Einkunnakerfið er ekki fyrir menntamálaráðherra eða forvígismenn Samfylkingar og Viðreisnar heldur nemendur, foreldra og kennara. Menntamál eru grunnur lífsgæða allra landa og skólar góð jöfnunartæki. Tölfræðin sýnir okkur hins vegar að á Íslandi eru nemendur ekki með jöfn tækifæri eftir grunnskólann. Einn mesti ójöfnuður námsárangurs mælist á milli nemenda innan íslenskra skóla skv. OECD. Þá er hentugt að hafa einkunnakerfi þannig að ,,allir“ fái bara B. Að ójöfnuðurinn sé falinn í handónýtu einkunnakerfi. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa engan áhuga á menntamálum og hafa útvistað málaflokknum til ráðherra sem nennir ekki að kynna sér málin og vill láta foreldra vinna vinnuna sína, dæmigert. Setjum börn í fyrsta sæti, setjum framtíðina í fyrsta sæti og setjum menntamál í fyrsta sæti, þau snerta okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun