Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2025 21:05 Friedrich Merz Þýskalandskanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata. EPA Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega. Þýskaland Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Verulega hefur hægt á vexti þýska hagkerfisins, stærsta hagkerfis Evrópu, síðan 2017 en verg landsframleiðsla hefur aðeins aukist um 1,6 prósent, á meðan hún hefur aukist um 9,5 að meðaltali í öðrum löndum evrusvæðisins. Þýskur iðnaður á undanhaldi Hagvöxtur dróst saman um 0,2 prósent á síðasta ári, en árið áður, 2023, dróst hann saman um 0,3 prósent. Er þetta í fyrsta skiptið í rúm tuttugu ár sem hagvöxtur dróst saman tvö ár í röð í Þýskalandi. Iðnaðarframleiðsla dróst saman í tíð fyrri ríkisstjórnar Þýskalands, hinni svokölluðu umferðarljósastjórn sem leidd var af Olafi Scholz leiðtoga Sósíaldemókrata. Ríkisstjórn Scholz sprakk í nóvember á síðasta ári eftir deilur um áframhaldandi skuldasöfnun þýska ríkisins, og Merz varð kanslari nýrrar ríkisstjórnar fyrr á þessu ári. Iðnaðarframleiðsla hefur haldið áfram að dragast saman í tíð nýrrar ríkisstjórnar, en verg landsframleiðsa dróst saman 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2025. Á sama tímabili hafa útgjöld á sviði velferðarmála stóraukist, og ekkert lát virðist vera á útgjaldavextinum í ár. Öldrun þjóðar og aukið atvinnuleysi spila þar stóran þátt, sem og mikill kostnaður við hælisleitendakerfið. Lífeyrisgreiðslur eru risastór útgjaldaliður þýska ríkisins, en upphæðin sem fer í málaflokkinn ár hvert samsvarar um tólf prósentum af vergri landsframleiðslu. Barnabætur og aðrar stuðningsgreiðslur til fjölskyldna eru svo önnur 3,4 prósent af landsframleiðslu. Skuldastaða Þýskalands ein sú besta í Evrópu Skuldastaða þýska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er aðeins um 62,5 prósent, og er þar með hlutfallslega ein sú besta á evrusvæðinu. Skuldasöfnun ríkissjóðs hefur verið viðfang harðra deilna víða um heim undanfarin ár, en síðasta ríkisstjórn Þýskalands sprakk þegar Scholz þáverandi kanslari vildi breyta lögum sem hefðu heimilað frekari skuldasöfnun ríkisins. Frjálslyndi flokkurinn, þáverandi samstarfsflokkur hans í ríkisstjórn, var algjörlega á móti því. Þá slitnaði upp úr samstarfi Elons Musk og Donalds Trump meðal annars vegna deilna um fjárlagafrumvarp Trumps, sem Musk sagði að myndi sökkva Bandaríkjunum í skuldafen. Merz segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin fari að grípa til aðgerða, og kallar eftir því að samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn nái saman um harðari útlendingalöggjöf og farsæla hagstjórn til frambúðar. Ríkisstjórn Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata var mynduð í apríl í vor og meðal stefnumála sem samkomulag náðist um voru verulega hertar aðgerðir í innflytjendamálum. Í gær var greint frá því að hælisleitendur sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd í Þýskalandi muni ekki lengur fá lögfræðiaðstoð á vegum þýska ríkisins. Merz sagði að þessi lög hefðu gert það að verkum að þýskir dómstólar og stjórnkerfi hefðu verið að drukkna í skrifræðiskviksyndi, sem væri aðeins til þess fallið að fresta fyrirhuguðum brottvísunum út í hið óendanlega.
Þýskaland Tengdar fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39 Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Rétt rúmur fjórðungur svarenda í nýrri skoðanakönnun í Þýskalandi sagðist kjósa öfgahægriflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, fleiri en nokkurn annan stjórnmálaflokk. Afgerandi meirihluti er óánægður með störf Friedrichs Merz kanslara. 13. ágúst 2025 09:39
Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. 9. apríl 2025 14:49