Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar 26. ágúst 2025 07:04 Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skóla- og menntamál Grunnskólar Rekstur hins opinbera Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun