Metaregn í hlýindum á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2025 10:07 Drengur að leik í gosbrunni í hlýindunum í maí. Mesta hitabylgja sem vitað er um í maí setti svip sinn á mánuðinn. Vísir/Anton Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst. Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað. Veður Loftslagsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað.
Veður Loftslagsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira