Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 16:00 Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Tryggingar Félagsmál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun