Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 16:00 Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Tryggingar Félagsmál Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti þeirra sem fer af vinnumarkaði vegna heilsubrests eru konur eftir fimmtugt en samkvæmt tölum Tryggingastofnunar (TR) eru 60% allra kvenna með örorkulífeyri eldri en 50 ára. Í aldurshópnum 60 – 66 ára eru 20-25% kvenna með örorkulífeyrir þannig að í sumum árgöngum eftir sextugt er fjórða hver kona á Íslandi öryrki. Tölur TR sýna einnig að 35% kvenna yfir sextugt með örorkulífeyrir eru með stoðkerfisvanda og 32% kvenna á aldrinum 50 til 54 ára með örorkulífeyrir eru með geðrænan vanda. Þrátt fyrir góðan gagnagrunn og upplýsingar hjá TR vöknuðu spurningar um ástæður þess að svo margar konur fara af vinnumarkaði á miðjum aldri. Þó að nýgengi örorku fari lækkandi og endurhæfing skili árangri, er ljóst að stór hópur kvenna yfir fimmtugt fer ótímabært af vinnumarkaði. Í nýjum lögum um almannatryggingar, sem taka gildi 1. september 2025, er kveðið á um endurskoðun kerfisins eftir fimm ár. Markmiðið er að kerfið taki betur mið af aðstæðum einstaklinga og bjóði upp á lausnir sem gagnast bæði þeim og samfélaginu. Til að meta áhrif nýja kerfisins var það metið svo að byggja þyrfti grunnlínu með reglulegri uppfærslu tölfræði og gagna. Í ljósi þessa ákvað TR, í samstarfi við Félagsvísindastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytið, velferðarvaktina og Vinnueftirlitið að gera rannsókn á aðstæðum og reynslu kvenna á aldrinum 50–66 ára með örorkulífeyri. Rannsóknin skoðaði mun á milli kynja og bar saman konur með og án örorkulífeyris. Í vaktavinnu og krefjandi aðstæður í vinnu Helstu niðurstöður sýna að konur með örorkulífeyrisgreiðslur hafa á starfsferli sínum verið í vaktavinnu, gjarnan unnið í óþægilegum líkamsstellingum og notað endurteknar hreyfingar í vinnu auk þess að þurfa að fást við krefjandi félagslega eða tilfinningalega erfiðar aðstæður í vinnu í meira mæli en konur sem ekki eru með örorkulífeyrisgreiðslur. Einhleypar með ábyrgð á uppeldi barna Hærra hlutfall kvenna með örorkulífeyri eru einhleypar, hafa skilið eða slitið sambúð og eru einstætt foreldri en konur í samanburðarhópi og karlar með örorkulífeyri. Þessi hópur er líklegri til að eiga börn sem höfðu verið langveik eða greind með röskun eða skerðingu en samanburðarhópurinn og þær sinntu umönnun barnanna alfarið mun oftar og það sama átti við þegar borið er saman við karla á sama aldri með örorkulífeyrisgreiðslur. Þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyrisgreiðslur eru líklegri til að hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, bæði sem barn og fullorðin, en konur í samanburðarhópi. Jafnframt höfðu þær oftar orðið fyrir einelti eða andlegu ofbeldi. Erfiðar fjárhagsaðstæður Konur með örorkulífeyrisgreiðslur voru líklegri til að hafa verið sagt upp leiguhúsnæði eða misst eigið íbúðarhúsnæði. Þá sögðu mun fleiri konur í rannsóknarhópi en konur í samanburðarhópi að það hefði reynst frekar eða mjög erfitt að ná endum saman fjárhagslega fyrir fjölskylduna áður en þær fóru fyrst að finna fyrir heilsufarsvanda samanborið við sl. tíu ár hjá samanburðarhópnum. Rannsóknin og skýrslan eru mjög viðamikil með mikið af upplýsingum um konur og karla með örorkulífeyri og samanburðarhóp kvenna án greiðslna frá TR. Skýrsluna og niðurstöður má finna á vef TR og Félagsvísindastofnunar. Okkar von er að skýrslan reynist okkur öllum gott gagn og sé byrjun á upplýsingagjöf sem geti nýst til góðra verka. Höfundur er forstjóri TR.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun