„Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 13:02 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance fyrr á árinu. Heimsóknin þótti umdeild. AP/Jim Watson Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland. „Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag. Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“