Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Hjörvar Ólafsson skrifar 27. ágúst 2025 20:34 vísir/diego Valur laut í lægra haldi, 3-1, þegar liðið mætti Braga í undanúrslitum umspils um sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í Mílanó í kvöld. Tveir Íslendingar léku allan leikinn fyrir Braga Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir en það var íslenska samvinna í fyrsta marki Braga í leiknum. Guðrún skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Ásdísi Karen eftir sex mínútna leik. Leah Nicole Lewis, sem lék við hlið Guðrúnar í hjarta varnarinnar hjá Braga, tvöfaldaði svo forystu portúgalska þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum. Aftur skoraði Braga með skoti úr vítateig Vals eftir hornspyrnu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur
Valur laut í lægra haldi, 3-1, þegar liðið mætti Braga í undanúrslitum umspils um sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í Mílanó í kvöld. Tveir Íslendingar léku allan leikinn fyrir Braga Guðrún Arnardóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir en það var íslenska samvinna í fyrsta marki Braga í leiknum. Guðrún skoraði þá með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Ásdísi Karen eftir sex mínútna leik. Leah Nicole Lewis, sem lék við hlið Guðrúnar í hjarta varnarinnar hjá Braga, tvöfaldaði svo forystu portúgalska þegar tæplega hálftími var liðinn af leiknum. Aftur skoraði Braga með skoti úr vítateig Vals eftir hornspyrnu.