Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Atli Ísleifsson skrifar 28. ágúst 2025 06:46 Árásin var gerð í Annunciation kaþólska skólanum í Minneapolis í gær. Hin 23 ára Robin Westman stóð ein að árásinni. EPA/skjáskót 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Tvö börn – átta og tíu ára – létu lífið í árásinni sem gerð var í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis í gær. Auk þeirra særðust sautján til viðbótar og þar af fjórtán börn. Yngsta barnið sem særðist var sex ára gamalt. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Lögregla að störfum fyrir utan skólann. EPA Hryðjuverk og hatursglæpur Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hryðjuverk og hatursglæp gegn kaþólikkum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. „Þetta er hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Það er undir okkur öllum komið að gera okkur grein fyrir að við getum ekki bara sagt að þetta eigi aldrei að gerast aftur, og svo leyfa því svo að gerast aftur og aftur,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis í gær. FBI hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið hin 23 ára Robin Westman. Hún var með hreina sakaskrá og stóð ein að árásinni. Hún notaðist við þrjú skotvopn sem hún hafði nýlega komist yfir með löglegum hætti. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir hennar hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Fyrsta messa skólaársins Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hin 23 ára Westman hafi breytt fornafni sínu úr Robert í Robin árið 2020 þar sem hún skilgreindi sig sem konu. Árásin átti sér stað í fyrstu messu skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Westman hafði skilið eftir tvö myndbönd á YouTube fyrir árásina þar sem hún las yfirlýsingu sína, en FBI hefur nú látið fjarlægja myndböndin af netinu. Á myndbandinu sýnir hún skotvopnin þar sem hún er meðal annars búin að skrifa „Drepið Donald Trump“ og nöfn fjöldamorðingjanna Timothy McVeigh – sem stóð fyrir sprengingunni í alríkisbyggingunni í Oklahoma árið 1995 – og hins norska Anders Behring Breivik sem stóð fyrir árásinni í miðborg Osló og Útey árið 2011. Íbúar í Minneapolis komu saman í almenningsgarði í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba árásarinnar.EPA Sömuleiðis birtist nafn hins ástralska Brenton Tarrandi sem stóð fyrir árásinni á mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem 51 lét lífið. Í einu myndbandinu biður Westman sömuleiðis foreldra sína afsökunar og biður þá um að hugsa ekki á þann veg að þeim hafi mistekist sem foreldarar. Hún segist hafa hugsað „þetta“ í lengri tíma, hún hafi lengi bæði verið þunglynd og með sjálfsvígshugsanir. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Tvö börn – átta og tíu ára – létu lífið í árásinni sem gerð var í kapellu kaþólsks barnaskóla í Minneapolis í gær. Auk þeirra særðust sautján til viðbótar og þar af fjórtán börn. Yngsta barnið sem særðist var sex ára gamalt. Árásarmaðurinn svipti sig lífi eftir að lögregla hafði króað hann af. Skólinn sem um ræðir heitir Annunciation Catholic School og hann sækja um 340 nemendur, allt frá leikskólaaldri og upp í áttunda bekk, en skólaárið hófst síðastliðinn mánudag. Lögregla að störfum fyrir utan skólann. EPA Hryðjuverk og hatursglæpur Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar málið sem hryðjuverk og hatursglæp gegn kaþólikkum að því er segir í bandarískum fjölmiðlum. „Þetta er hörmulegur atburður sem átti aldrei að gerast. Það er undir okkur öllum komið að gera okkur grein fyrir að við getum ekki bara sagt að þetta eigi aldrei að gerast aftur, og svo leyfa því svo að gerast aftur og aftur,“ sagði Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis í gær. FBI hefur greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið hin 23 ára Robin Westman. Hún var með hreina sakaskrá og stóð ein að árásinni. Hún notaðist við þrjú skotvopn sem hún hafði nýlega komist yfir með löglegum hætti. Í erlendum fjölmiðlum segir móðir hennar hafi starfað í skólanum áður en hún fór á eftirlaun. Fyrsta messa skólaársins Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að hin 23 ára Westman hafi breytt fornafni sínu úr Robert í Robin árið 2020 þar sem hún skilgreindi sig sem konu. Árásin átti sér stað í fyrstu messu skólaársins og hóf Westman árásina með því að skjóta inn um gluggana utanfrá og á börnin sem sátu á kirkjubekkjunum. Westman hafði skilið eftir tvö myndbönd á YouTube fyrir árásina þar sem hún las yfirlýsingu sína, en FBI hefur nú látið fjarlægja myndböndin af netinu. Á myndbandinu sýnir hún skotvopnin þar sem hún er meðal annars búin að skrifa „Drepið Donald Trump“ og nöfn fjöldamorðingjanna Timothy McVeigh – sem stóð fyrir sprengingunni í alríkisbyggingunni í Oklahoma árið 1995 – og hins norska Anders Behring Breivik sem stóð fyrir árásinni í miðborg Osló og Útey árið 2011. Íbúar í Minneapolis komu saman í almenningsgarði í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba árásarinnar.EPA Sömuleiðis birtist nafn hins ástralska Brenton Tarrandi sem stóð fyrir árásinni á mosku í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem 51 lét lífið. Í einu myndbandinu biður Westman sömuleiðis foreldra sína afsökunar og biður þá um að hugsa ekki á þann veg að þeim hafi mistekist sem foreldarar. Hún segist hafa hugsað „þetta“ í lengri tíma, hún hafi lengi bæði verið þunglynd og með sjálfsvígshugsanir. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira