Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar 29. ágúst 2025 06:02 Á síðustu árum hefur netöryggi ríkja orðið enn mikilvægara. Með stóraukinni stafrænnri þróun og alþjóðlegum átökum hafa netárásir orðið að hluta af vopnabúri ríkja og samtaka, sem beita tækni til að ná pólitískum, fjárhagslegum og hernaðarlegum markmiðum. Evrópusambandið hefur brugðist við þessari þróun með metnaðarfullu netöryggisregluverki sem miðar að því að styrkja innviði ríkja og bæta samhæfingu í netöryggismálum. Evrópusambandið hefur mætt þessari nýju ógn með m.a. endurskoðun stefna og nýju regluverki sem vinna saman að því að skapa öruggara og viðnámsþolnara stafrænt samfélag. Fimm lykilgerðir hafa mótað nútímalegt netöryggisumhverfi ESB en það eru: Tilskipun (ESB) nr. 2016/1148 (e. Directive on security of network and information systems, hér eftir NIS1) Reglugerð (ESB) nr. 2019/881 (e. Cybersecurity Act, hér eftir CSA) Tilskipun (ESB) nr. 2022/2555 (e. Directive on measures for a high common level of cybersecurity across the Union, hér eftir NIS2) Reglugerð (ESB) nr. 2024/2847 (e. Cyber Resiliance Act,hér eftir CRA) Reglugerð (ESB) nr. 2025/38 (e. Cyber Solidarity Act, hér eftir CSoA) NIS1 tilskipunin – fyrsta samræmda netöryggisregluverkið er gildir þvert á atvinnulífið Fyrsta tilskipunin, NIS1, kom árið 2016 og markaði upphaf formlegrar heildar stefnumótunar ESB í netöryggismálum þvert á atvinnulífið. Hún lagði grunn að samræmdum kröfum til mikilvægra innviða, þ.e. rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu og veitendur stafrænnar þjónustu. NIS1 kom einnig með kröfur um sérstök viðbragðsteymi vegna váatvika er varða tölvuöryggi ríkja (e. CSIRT), og tilkynningarskyldu vegna netatvika. NIS2 tilskipunin – aukið netöryggistig aðildarríkja og samhæfing Uppfærða útgáfan, NIS2, tók gildi árið 2024 og eykur kröfur til fyrirtækja og stjórnvalda verulega. NIS2 stækkar umfang tilskipunarinnar, krefst skýrari ábyrgðar og leggur aukna áherslu á samræmingu og upplýsingaflæði. Áhersla er lögð á að tryggja öryggi í aðfangakeðjum og bæta samvinnu milli ríkja, stofnana og netöryggisveita. Þá kveður tilskipunin á um að ríki útbúi landsbundnar viðbragðsáætlanir og tilnefni sérstakt stjórnvald fyrir netvá. Að auki tengist NIS2 öðru regluverki eins og DORA, sem beinist að fjármálageiranum, og CER, sem fjallar um raunlægan viðnámsþrótt mikilvægra innviða (e. critical entities). Markmiðið er að samræma reglur á milli sviða og tryggja að netöryggi sé samofið öðrum öryggismálum. CSA reglugerðin - styrkur í vottun og stöðlum CSA reglugerðin frá 2019 styrkir hlutverk Netöryggisstofnunar ESB (ENISA) og innleiðir evrópskt netöryggisvottunarkerfi. Á grundvelli netöryggisvottunarkerfisins geta fyrirtæki fengið vottunir fyrir upplýsinga- og fjarskiptatæknivörur, -þjónustur og -ferla sem þá uppfylla ákveðnar öryggiskröfur sem gilda á öllum innri markaði ESB. Reglugerðinni er ætlað að auka traust sem og samkeppnishæfni á innri markaði sambandsins. CRA reglugerðin – öruggar vörur og ábyrgð framleiðenda Cyber Resilience Act (CRA), sem tók gildi 2024, tryggir að allar vörur með stafræna eiginleika uppfylli ákveðnar lágmarks netöryggiskröfur. Reglugerðin setur skyldur á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila um að tryggja öryggi vörunnar yfir allan lífsferil hennar. Markmið hennar er að skapa samræmdar reglur og vernda bæði fyrirtæki sem og neytendur gegn stafrænum ógnum. Gerðin leikur mikilvægt hlutverk í að auka netöryggi birgjakeðju aðila. CSoA reglugerðin – nýtt skref í samstöðu og sameiginlegum viðbrögðum ríkja Cyber Solidarity Act (CSoA), sem tók gildi árið 2025, miðar að því að efla samstöðu og sameiginleg viðbrögð ríkja við netógnunum. Meðal annars verður komið á fót evrópsku viðvörunarkerfi, neyðarviðbragðshópi og sameiginlegri greiningar- og endurskoðunardeild netatvika. Þátttaka ríkja er valkvæð, en henni fylgja beinir hvatar eins og fjármögnun og ýmiskonar aðstoð. Netöryggisgerðir Evrópusambandsins - Þrátt fyrir að sumar af þessum gerðum nái til sviða sem ekki teljast beinlínis til EES-samningsins, er ljóst að innleiðing og þátttaka Íslands er til hagsbóta. Reglurnar krefjast virkrar samhæfingar og öflugrar stjórnsýslu en fela einnig í sér gríðarleg tækifæri til að efla öryggi, viðnámsþrótt og traust í hinu stafrænu samfélagi. Í heimi þar sem netógnir þekkja engin landamæri, er ljóst að samræmt og öflugt regluverk á borð við netöryggisgerðir Evrópusambandsins er ekki aðeins nauðsyn, heldur grunnforsenda fyrir örugga framtíð samfélagsins sem og innviða Íslands. Höfundur er lögfræðingur hjá Fjarskiptastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Netöryggi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur netöryggi ríkja orðið enn mikilvægara. Með stóraukinni stafrænnri þróun og alþjóðlegum átökum hafa netárásir orðið að hluta af vopnabúri ríkja og samtaka, sem beita tækni til að ná pólitískum, fjárhagslegum og hernaðarlegum markmiðum. Evrópusambandið hefur brugðist við þessari þróun með metnaðarfullu netöryggisregluverki sem miðar að því að styrkja innviði ríkja og bæta samhæfingu í netöryggismálum. Evrópusambandið hefur mætt þessari nýju ógn með m.a. endurskoðun stefna og nýju regluverki sem vinna saman að því að skapa öruggara og viðnámsþolnara stafrænt samfélag. Fimm lykilgerðir hafa mótað nútímalegt netöryggisumhverfi ESB en það eru: Tilskipun (ESB) nr. 2016/1148 (e. Directive on security of network and information systems, hér eftir NIS1) Reglugerð (ESB) nr. 2019/881 (e. Cybersecurity Act, hér eftir CSA) Tilskipun (ESB) nr. 2022/2555 (e. Directive on measures for a high common level of cybersecurity across the Union, hér eftir NIS2) Reglugerð (ESB) nr. 2024/2847 (e. Cyber Resiliance Act,hér eftir CRA) Reglugerð (ESB) nr. 2025/38 (e. Cyber Solidarity Act, hér eftir CSoA) NIS1 tilskipunin – fyrsta samræmda netöryggisregluverkið er gildir þvert á atvinnulífið Fyrsta tilskipunin, NIS1, kom árið 2016 og markaði upphaf formlegrar heildar stefnumótunar ESB í netöryggismálum þvert á atvinnulífið. Hún lagði grunn að samræmdum kröfum til mikilvægra innviða, þ.e. rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu og veitendur stafrænnar þjónustu. NIS1 kom einnig með kröfur um sérstök viðbragðsteymi vegna váatvika er varða tölvuöryggi ríkja (e. CSIRT), og tilkynningarskyldu vegna netatvika. NIS2 tilskipunin – aukið netöryggistig aðildarríkja og samhæfing Uppfærða útgáfan, NIS2, tók gildi árið 2024 og eykur kröfur til fyrirtækja og stjórnvalda verulega. NIS2 stækkar umfang tilskipunarinnar, krefst skýrari ábyrgðar og leggur aukna áherslu á samræmingu og upplýsingaflæði. Áhersla er lögð á að tryggja öryggi í aðfangakeðjum og bæta samvinnu milli ríkja, stofnana og netöryggisveita. Þá kveður tilskipunin á um að ríki útbúi landsbundnar viðbragðsáætlanir og tilnefni sérstakt stjórnvald fyrir netvá. Að auki tengist NIS2 öðru regluverki eins og DORA, sem beinist að fjármálageiranum, og CER, sem fjallar um raunlægan viðnámsþrótt mikilvægra innviða (e. critical entities). Markmiðið er að samræma reglur á milli sviða og tryggja að netöryggi sé samofið öðrum öryggismálum. CSA reglugerðin - styrkur í vottun og stöðlum CSA reglugerðin frá 2019 styrkir hlutverk Netöryggisstofnunar ESB (ENISA) og innleiðir evrópskt netöryggisvottunarkerfi. Á grundvelli netöryggisvottunarkerfisins geta fyrirtæki fengið vottunir fyrir upplýsinga- og fjarskiptatæknivörur, -þjónustur og -ferla sem þá uppfylla ákveðnar öryggiskröfur sem gilda á öllum innri markaði ESB. Reglugerðinni er ætlað að auka traust sem og samkeppnishæfni á innri markaði sambandsins. CRA reglugerðin – öruggar vörur og ábyrgð framleiðenda Cyber Resilience Act (CRA), sem tók gildi 2024, tryggir að allar vörur með stafræna eiginleika uppfylli ákveðnar lágmarks netöryggiskröfur. Reglugerðin setur skyldur á framleiðendur, innflytjendur og dreifingaraðila um að tryggja öryggi vörunnar yfir allan lífsferil hennar. Markmið hennar er að skapa samræmdar reglur og vernda bæði fyrirtæki sem og neytendur gegn stafrænum ógnum. Gerðin leikur mikilvægt hlutverk í að auka netöryggi birgjakeðju aðila. CSoA reglugerðin – nýtt skref í samstöðu og sameiginlegum viðbrögðum ríkja Cyber Solidarity Act (CSoA), sem tók gildi árið 2025, miðar að því að efla samstöðu og sameiginleg viðbrögð ríkja við netógnunum. Meðal annars verður komið á fót evrópsku viðvörunarkerfi, neyðarviðbragðshópi og sameiginlegri greiningar- og endurskoðunardeild netatvika. Þátttaka ríkja er valkvæð, en henni fylgja beinir hvatar eins og fjármögnun og ýmiskonar aðstoð. Netöryggisgerðir Evrópusambandsins - Þrátt fyrir að sumar af þessum gerðum nái til sviða sem ekki teljast beinlínis til EES-samningsins, er ljóst að innleiðing og þátttaka Íslands er til hagsbóta. Reglurnar krefjast virkrar samhæfingar og öflugrar stjórnsýslu en fela einnig í sér gríðarleg tækifæri til að efla öryggi, viðnámsþrótt og traust í hinu stafrænu samfélagi. Í heimi þar sem netógnir þekkja engin landamæri, er ljóst að samræmt og öflugt regluverk á borð við netöryggisgerðir Evrópusambandsins er ekki aðeins nauðsyn, heldur grunnforsenda fyrir örugga framtíð samfélagsins sem og innviða Íslands. Höfundur er lögfræðingur hjá Fjarskiptastofnun.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun