Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2025 19:00 Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vonarskarð er eitt af djásnum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar ræður fjallakyrrðin ríkjum og landslagið ber með sér fjölbreytileika sem á sér fáa líka: svartir sandar, hverasvæði, mýrlendi í yfir 900 m hæð og viðkvæmt gróðurfar þar sem vaxtartíminn er stuttur og öll röskun verður alvarleg og langvinn. Verndargildi Vonarskarðs er metið mjög hátt á alþjóðavísu og hefur Náttúrufræðistofnun lagt til að auka verndarstig svæðisins til að endurspegla það mat. Við Íslendingar berum sérstaka ábyrgð á að standa vörð um víðerni landsins. Hér erum við vörslumenn um 43% allra víðerna í Evrópu, og það sem við gerum skiptir máli langt út fyrir landsteinana. Vonarskarð er hluti af þessum sameiginlegu auðæfum og ekki síst þeim náttúruverðmætum sem UNESCO hefur viðurkennt með því að setja Vatnajökulsþjóðgarð á heimsminjaskrá. Þrátt fyrir þetta hefur hávær en fámennur þrýstihópur ítrekað reynt að fá akstur um skarðið heimilaðan og nú er gengið svo langt að komin er fram breytingatillaga að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins um að heimila vélknúna umferð um Vonarskarð í tilraunaskyni til fimm ára. Tillagan brýtur gegn gildandi lögum um þjóðgarðinn, gengur þvert á umsagnir sérfræðistofnana og myndi, samkvæmt óháðu mati Wildland Research Institute, skerða óbyggð víðerni skarðsins um meira en helming. Vegalagning eða reglubundinn akstur um Vonarskarð stefnir þessum verðmætum í hættu án nokkurs ávinnings. Leiðin um Vonarskarð er hvorki vegur í skilningi vegalaga né náttúruverndarlaga og væri því hér um að ræða utanvegaakstur í boði opinberra aðila og gróft brot á 31. gr. um akstur utan vega í lögum um náttúruvernd. Það vekur upp alvarlegar spurningar að ákvarðanir um vernd sem teknar hafa verið af fagmennsku séu þæfðar árum saman og teknar til endurskoðunar án sýnilegs ávinnings fyrir þjóðgarðinn eða náttúruna sem hann geymir. Slík vinnubrögð grafa undan trúverðugleika þjóðgarðsins og senda þau skilaboð að hægt sé að semja um náttúruvernd – jafnvel á okkar verðmætustu svæðum. Vonarskarð á að vera friðland framtíðarinnar, ekki tilraunareitur. Ég hvet því alla til að senda inn athugasemd við þessa tillögu og að fallið verður tafarlaust frá þessum áformum. Umsagnarfrestur er til og með 3. september 2025. Höfundur er formaður Skrauta.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun