Enski boltinn

Tommi Stein­dórs fór á kostum í framburðarprófi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tommi er tungumálamaður.
Tommi er tungumálamaður.

Útvarpsmaðurinn Tómas Steindórsson var gestur vikunnar í Varsjáni á Sýn Sport á þriðjudaginn. En Tómas er mikill stuðningsmaður West Ham og verið það í mörg ár.

Í þættinum stillir hann upp liði af fimm uppáhalds leikmönnum sínum úr herbúðum West Ham og það í sögu félagsins.

En einnig var hann settur í ákveðið framburðarpróf. Tómas fékk fimm nöfn af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni fyrir framan sig og átti að reyna bera þau rétt fram.

Útkoman alveg lygilega eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×