Enski boltinn

Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukku­tímum fyrir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Salisbury verður ekki VAR-dómari á leik Liverpool og Arsenal á Anfield í dag.
Michael Salisbury verður ekki VAR-dómari á leik Liverpool og Arsenal á Anfield í dag. EPA/VINCE MIGNOTT

Michael Salisbury átti að vera myndbandsdómari á stórleik Liverpool og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag en var óvænt tekinn af leiknum.

Enski dómarasamtökin tilkynntu um breytinguna aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik.

John Brooks verður myndbandsdómari á leiknum í staðinn en Chris Kavanagh verður áfram aðaldómarinn eins og tilkynnt hafði verið.

Liverpool og Arsenal hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á þessu tímabili og enduðu líka í tveimur efstu sætum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þeir gerast því ekki stærri leikirnir.

The Independent segir að dómarasamtökin PGMOL hafi litið svo á að Salisbury hafi gert stór mistök þegar hann kallaði á Robert Jones í skjáinn í leik Chelsea og Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Honum var refsað með því að taka hann af stórleiknum.

Joshua King hélt þá að hann hefði komið Fulham yfir en dómarinn dæmdi markið af eftir að hafa farið í skjáinn. Dómurinn var mjög umdeildur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×