Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 18:50 Sjálfstæðismaðurinn Marta Guðjónsdóttir mun hafa lagt fram tillögu um friðarfána Reykjavíkurborgar á fundi forsætisnefndar. Sólveig Anna kallar tillögu hennar woke. Aðsend Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir tillögur sjálfstæðismanna um „friðarfána“ Reykjavíkur vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Þá telur hún að frekar ætti að nefna friðarsúluna „woke-súluna“ enda sé hún gagnslaus dyggðaskreyting. Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira