Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 23:59 Hildur Björnsdóttir er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Halldór Halldórsson var oddviti á árunum 2014 til 2018. Samsett Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega. Átta mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og væntanlega eru stjórnmálaflokkar byrjaðir að leggja grunn að kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með um þrjátíu prósenta fylgi í Reykjavík í nýjustu könnunum, jafnvel um fjörutíu prósent í austurborginni, og mælist því stærstur í borginni. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi hlotið flest atkvæði í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum hefur honum gengið illa að finna samstarfsflokka. Hefur borgarstjórnarflokkurinn oft áður verið gagnrýndur fyrir að vera ekki samhentur. Halldór Halldórsson, sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins frá 2014 til 2018, ræddi borgarpólitíkina í hlaðvarpi Þjóðmála um helgina, sem er í stjórn Gísla Freys Valdórssonar. Með Halldóri sem gestur er Einar Þorsteinsson, oddviti framsóknar sem fyrrum var borgarstjóri uns hann gekk úr samstarfi með Samfylkingu og Viðreisn í von um að stofna til nýs samstarfs með sjálfstæðismönnum, Viðreisn og Flokki fólksins — en það rann fljótt út í sandinn þegar sjálfstæðismönnum var enn og aftur settur fótur fyrir dyrnar, í þetta skipti af Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Halda í sama oddvita og stilla upp rest „Hreinn meirihluti er nokkuð fjarlægður,“ veltir Halldór fyrir sér í hlaðvarpinu. „Það hefur ekki verið síðan í kosningum 1990 í tilfelli Sjálfstæðisflokksins og þá var Davíð Oddsson oddviti.“ Hann bendir á að Hildur sé ellefti oddviti flokksins síðan sjálfstæðismenn voru í meirihluta. Meðallífaldur oddvita sé skemmri en fjögur ár. „Þannig að það gæti verið góð hugmynd fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda í sama oddvita og jafnvel stilla upp lista þar sem flokkurinn fengi fólk héðan og þaðan sem myndi jafnvel ekki gefa kost á sér; fólk úr atvinnulífinu, sterkir einstaklingar sem myndu ekki láta sjá sig í pólitík nema þeir væru handvaldir,“ bætir fyrrverandi oddvitinn við. Flokkurinn ekkert samhentari í dag en í gær Halldór segir borgarstjórnarflokkinn ekki vera samhentan í dag, ekki frekar en þegar hann sjálfur var oddviti. „Hann var það ekki heldur þegar ég var oddviti 2014 til 2018.“ Hann bendir enn fremur á að sjaldan hafi verið skipt um oddvita heldur hætta þeir sjálfir. „Þeir hafa bara valið að fara.“ Þá rekur Halldór söguna af því þegar hann ákvað að bjóða sig ekki aftur fram í borgarstjórn. „Að mæta inn á fund vikulega með þennan hóp sem var ekki samstilltur,“ segir hann um gamla borgarstjórnarflokkinn sinn, „eins og það séu alltaf einhver læti í fjölskyldunni. Þú vilt geta tekist á innan hópsins, vilt geta komist að niðurstöðu og sú niðurstaðar gildi,“ segir hann. Gísli þáttarstjórnandinn fullyrðir að staðan sé enn svona og Halldór tekur undir. „Þetta er að hluta til sama fólkið.“ „Þetta er ekki hægri-vinstri mál“ Þá ræða þeir samgöngumálin en Halldór kveðst ósáttur með það hvert borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi snúið umræðunni um borgarlínuna. Hann bendir á að borgarlína sé bara eitt púsl í stórri áætlun til að laga umferðarvanda í Reykjavík, og til þess þurfi göng, stokka, mislæg gatnamót, hjólastíga, göngustíga og borgarlínu. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur náð einhvern veginn að láta þetta hverfast allt um það hvað borgarlínan verði ömurleg, allt niður í það hvernig sætin eru á litinn og að þetta sé allt alveg glatað án þess að geta fært almenilega rök fyrir því. Við vitum það að það þarf forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur, þetta snýst um það.“ Hann viðurkennir þó að hann geri alls konar athugasemdir við ýmislegt annað varðandi borgarlínu, eins og á Suðurlandsbraut þar sem sé óþarflega farið inn á bílastæði atvinnurekenda. „Þetta er ekki hægri-vinstri mál,“ segir Halldór. Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu ber litlar væntingar til nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sérstaklega bera borgarbúar austan Elliðaáa litlar væntingar til hans. 23. apríl 2025 09:33 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Átta mánuðir eru til sveitarstjórnarkosninga og væntanlega eru stjórnmálaflokkar byrjaðir að leggja grunn að kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með um þrjátíu prósenta fylgi í Reykjavík í nýjustu könnunum, jafnvel um fjörutíu prósent í austurborginni, og mælist því stærstur í borginni. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi hlotið flest atkvæði í síðustu og þarsíðustu borgarstjórnarkosningum hefur honum gengið illa að finna samstarfsflokka. Hefur borgarstjórnarflokkurinn oft áður verið gagnrýndur fyrir að vera ekki samhentur. Halldór Halldórsson, sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins frá 2014 til 2018, ræddi borgarpólitíkina í hlaðvarpi Þjóðmála um helgina, sem er í stjórn Gísla Freys Valdórssonar. Með Halldóri sem gestur er Einar Þorsteinsson, oddviti framsóknar sem fyrrum var borgarstjóri uns hann gekk úr samstarfi með Samfylkingu og Viðreisn í von um að stofna til nýs samstarfs með sjálfstæðismönnum, Viðreisn og Flokki fólksins — en það rann fljótt út í sandinn þegar sjálfstæðismönnum var enn og aftur settur fótur fyrir dyrnar, í þetta skipti af Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Halda í sama oddvita og stilla upp rest „Hreinn meirihluti er nokkuð fjarlægður,“ veltir Halldór fyrir sér í hlaðvarpinu. „Það hefur ekki verið síðan í kosningum 1990 í tilfelli Sjálfstæðisflokksins og þá var Davíð Oddsson oddviti.“ Hann bendir á að Hildur sé ellefti oddviti flokksins síðan sjálfstæðismenn voru í meirihluta. Meðallífaldur oddvita sé skemmri en fjögur ár. „Þannig að það gæti verið góð hugmynd fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda í sama oddvita og jafnvel stilla upp lista þar sem flokkurinn fengi fólk héðan og þaðan sem myndi jafnvel ekki gefa kost á sér; fólk úr atvinnulífinu, sterkir einstaklingar sem myndu ekki láta sjá sig í pólitík nema þeir væru handvaldir,“ bætir fyrrverandi oddvitinn við. Flokkurinn ekkert samhentari í dag en í gær Halldór segir borgarstjórnarflokkinn ekki vera samhentan í dag, ekki frekar en þegar hann sjálfur var oddviti. „Hann var það ekki heldur þegar ég var oddviti 2014 til 2018.“ Hann bendir enn fremur á að sjaldan hafi verið skipt um oddvita heldur hætta þeir sjálfir. „Þeir hafa bara valið að fara.“ Þá rekur Halldór söguna af því þegar hann ákvað að bjóða sig ekki aftur fram í borgarstjórn. „Að mæta inn á fund vikulega með þennan hóp sem var ekki samstilltur,“ segir hann um gamla borgarstjórnarflokkinn sinn, „eins og það séu alltaf einhver læti í fjölskyldunni. Þú vilt geta tekist á innan hópsins, vilt geta komist að niðurstöðu og sú niðurstaðar gildi,“ segir hann. Gísli þáttarstjórnandinn fullyrðir að staðan sé enn svona og Halldór tekur undir. „Þetta er að hluta til sama fólkið.“ „Þetta er ekki hægri-vinstri mál“ Þá ræða þeir samgöngumálin en Halldór kveðst ósáttur með það hvert borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna hafi snúið umræðunni um borgarlínuna. Hann bendir á að borgarlína sé bara eitt púsl í stórri áætlun til að laga umferðarvanda í Reykjavík, og til þess þurfi göng, stokka, mislæg gatnamót, hjólastíga, göngustíga og borgarlínu. „Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur náð einhvern veginn að láta þetta hverfast allt um það hvað borgarlínan verði ömurleg, allt niður í það hvernig sætin eru á litinn og að þetta sé allt alveg glatað án þess að geta fært almenilega rök fyrir því. Við vitum það að það þarf forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur, þetta snýst um það.“ Hann viðurkennir þó að hann geri alls konar athugasemdir við ýmislegt annað varðandi borgarlínu, eins og á Suðurlandsbraut þar sem sé óþarflega farið inn á bílastæði atvinnurekenda. „Þetta er ekki hægri-vinstri mál,“ segir Halldór.
Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu ber litlar væntingar til nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sérstaklega bera borgarbúar austan Elliðaáa litlar væntingar til hans. 23. apríl 2025 09:33 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu ber litlar væntingar til nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Sérstaklega bera borgarbúar austan Elliðaáa litlar væntingar til hans. 23. apríl 2025 09:33