Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar 1. september 2025 08:31 Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Bryngeir Valdimarsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Umræða um skólamál hefur síðustu vikur einkennst af ofuráherslu á einkunnir og samræmt námsmat. Fjallað er um samræmd próf, vöntun á þeim eða upp er máluð mynd af ómögulegri stöðu íslenskra nemenda á hinum og þessum sviðum. Tölum og prósentum er kastað fram. Á meðan tölurnar fá athygli gleymist umræðan um þá hlið náms sem skiptir hvað mestu máli: sköpun, hugmyndaauðgi, félagslega færni og gagnrýna hugsun. Nemendur eru nefnilega ekki tölur í kerfi heldur einstaklingar með fjölbreytta hæfileika sem skólinn á að rækta, en ekki þröngva inn í staðlað form. Kennarar vita þetta best. Þeir sjá á hverjum degi að neistinn kviknar ekki við bókstaf á blaði heldur þegar barn finnur svör við eigin spurningum, lærir af mistökum sínum eða tekst á við þrautir og skapar eitthvað nýtt. Þá verður til sjálfstraust og gleði sem knýr áfram allt annað nám. Þessir mikilvægu þættir verða ekki mældir á stöðluðum prófum. Sköpun er ekki aukaefni í námi heldur grunnfærni. Börn fæðast forvitin, spyrja endalaust og hafa óþrjótandi áhuga á að kanna umhverfi sitt en áherslan á próf getur sannarlega kæft forvitnina. Þegar börnin hætta að spyrja og forvitnast minnkar viljinn til að þora og þá tapast krafturinn sem knýr framfarirnar. Við megum ekki mæla bara til að mæla. Niðurstöður námsmats verða að nýtast til framþróunar. Við verðum auðvitað að fylgjast með lestri og stærðfræði en próf mega ekki verða aðalviðmið náms. Þau ná ekki utan um eiginleika sem skipta sköpum fyrir framtíðina. Þar má nefna samkennd, seiglu, siðferðilega dómgreind, hæfileikann til að vinna með öðrum, gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi og sköpun. Ef skólinn nærir ekki þessa hæfni er hættan sú að við séum að undirbúa nemendur fyrir fortíðina í stað framtíðarinnar. Nemendur sem hefja skólagöngu núna stíga út á vinnumarkað eftir tíu til tuttugu ár. Við vitum ekki hvernig heimsmyndin verður þá. Það sem við vitum þó er að hún mun krefjast sveigjanleika, hugmyndaauðgi og hæfileika til að takast á við óvissu. Verkefni skólans er ekki að festa börnin í fyrir fram mótað box heldur að styðja þau til að móta sinn eigin ramma sem má stíga út fyrir og endurbyggja aftur og aftur. Þar felst raunveruleg menntun til framtíðar. Höfundur er kennari.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun