Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar 1. september 2025 17:30 Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun